4.2.2007 | 12:20
Einn fyrir alla, allir fyrir einn .....
Það hlítur að liggja einhver lægðardrusla yfir höfuðmótunum á mér þar sem ég náði að sofa langt út fyrir eðlileg mörk bæði í gær sem í dag. Nú er frúin spræk eins og nýsleginn túskildingur.
Þegar ég opnaði augun var mér litið á náttborð okkar hjóna (ekki bæði í einu, þrátt fyrir að vera þokkalega úteygð ) Mér blöskraði, oj bara ..... að sofa í svona rykumhverfi .... kanski að rykofnæmið valdi þessum ofsasvefni! Gæti meir en verið ......
Létt á fæti snaraði ég mér og náði í þrifgræjur þar sem þrifakonan hefur ekki látið sjá sig síðan í desember í fyrra. Fjallið var rifið upp á óæðri endanum þar sem konan hans var með tiltektarorm í æðum sér. Ekki nóg með að hafa gert vorhreingerningu í svefnskálanum heldur náði ég að brjóta vasa og skera mig .... setti plástur á báttið og hélt svo áfram!
Það er bjartur dagur framundan hjá okkur, allir klæddir og komnir á ról! Fjallið er að vaska upp "hans iðja" og það er komið snoturt lag á heimilið.
Að spænskum sið á að drífa sig út og anda að sér fersku lofti. Allir sunnudagsklæddir og ég smellti mér í spariskóna mína. Aldrei að vita hvert leiðin liggur en ég lofa sjálfri mér að þessi sunnudagur verður einstakur, ný ævintýri bíða okkar, bara spennandi . Best að þakka guði fyrir gjafir hans og gæsku sem greipir sig í sinni. Einn fyrir alla og allir fyrir einn sögðu skytturnar þrjár. Ég hef það eftir þeim enda óþarfi að finna hjólið upp á hverjum degi, í hverju orði eða framkvæmd.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Það er oft gott að sofa lengi til að bæta sér upp lítinn svefn og losa sig við uppsafnaða þreytu ... svo verður maður líka eins og nýleginn túskildingur á eftir.
Hér skín sólin glatt inn um gluggana við Langasandinn og upplýsa augu mín um allt það ryk sem ég mætti alveg fara að fjarlægja ... ég ætla að hugsa málið ... en þú komst mér í svolítið stuð! Verst að geta ekki nýtt kettina, eins og þú Fjallið!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.2.2007 kl. 14:45
Já, það verður ekki skafið af þér að þú ert dugnaðarforkur. Útiveran og göngutúrinn hefur líka verið góður með möndlutré allt um kring, var að skoða myndirnar hjá Elínu. Vá.
Lisa (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 00:23
Mér finnst það aðdáunarverður eiginleiki að geta byrjað daginn á þrifum
Knús til þín og takk fyrir kaffisopann, við hlógum nú smá
Elín Björk, 5.2.2007 kl. 08:23
Það er náttla ekki af þér skafið ;að rífa fjallið upp á óæðri endanum !!!og svo allt hitt,,,,,,,,,,
Knús á ykkur
Solla Guðjóns, 5.2.2007 kl. 08:39
Ólafur fannberg, 5.2.2007 kl. 08:45
Nauðsinlegt að hlaða batteríin öðru hvoru og vakna vel endurnærð á eftir :)
Vatnsberi Margrét, 5.2.2007 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.