29.3.2011 | 08:16
aÐeins ein af þrjú100.
Í 300 orðum er ein hugsun
Í einni hugsun búa þúsund orð sem aldrei ná fram. Við erum svo mensk að höftin grípa í taumana, taka frá, flokka og setja okkur í farveg. Farvegur er ilmar af mold. Ég er hætt að hugsa og sameinast gróðri enda rigndi áðan. Það er svo góður ilmur er hangir fyrir vitum!
Og svo hugsaði konan.
Frá einni hugsun í aðra þá erum við mannlegar verur afskaplega hæfar og getum allt! Ósjaldan sem við peppum okkur upp og styrkjum hvert annað með orðum. Öll þessi geta og hæfni til að gera skilar hins vegar engu ef framkvæmdina vantar.
Orð hverfa í skuggan þegar athöfnin er engin. Við njótum ekki hæfileikanna til fulls, þess er þú hefur að bjóða. Bregðumst hlutverki okkar, föllum frá ábyrgð, sundrumst í eilífð einskis.
Ég fel mig á bak orðanna finn hugsunina sem hefur ekki þetta skilyrta ferli gjörða. Ég ákv. í huganum, gef mér sjénsinn. Kanski á morgun, leggst á bekkinn og hugsa um Lækjarbakka lata-Geir. Svo rennur upp ljós og ég veit að það sem ég framkvæmi í dag, það sem ég læt í verk verður að nýju ljósi er rýmir dag. Ég lofa sjálfri mér að dagurinn í dag er dagurinn til góðra verka. Alveg satt!
Svo sest ég niður og hugsa um 300 daga í einum, sá eini sem varð að öllum hinum og sameinaðist í sál minni. Ein stund í einni hugsun!
Ég er frjáls, geri það sem ég vil. Sumt kann ég annað ekki! Í dag tek ég bókhaldið, læri það smátt og smátt. Fob og Cif samningar, Debet og Kredit og stemma af. Já, ég læri og lifi.
Kanski ég hvíli mig aðeins áður en bókhaldið hefst.
Vertu frjáls og njóttu dagsins.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Var að komast inn á bloggið þitt og hugsa mér gott til glóðarinnar, .. en tíminn er naumur og ég er að fara að taka á móti nemanda. Fæ að lesa meira síðar ;-)
Knús inn í daginn þinn.
Jóhanna Magnúsdóttir, 29.3.2011 kl. 09:30
Skemmtilegar pælingar hjá þér.
Hrönn Sigurðardóttir, 29.3.2011 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.