Löngun ....

...  Já, það er eitthvað við þetta allt!  Þegar vorið stendur við næsta horn, bíður óþreyjufullt þar til þú tekur í hönd þess og heldur á vit ævintýra.

Ljóst hárið og gulir silkiborðar  halda hárinu í tígó.  Hún er í hnéháum sokkum, hvítum.  Plíserað pils og léttur bolur því veðrið er svo gott.  Í hönd sinni hefur hún sippuband en hún á fund með vorinu og ætlar að söngla af hjartans list.

Það er lítill munur á vori þá og vori nú.  Eina sem skilur að eru árin í hjarta konunnar.  Konan elskar vorið.

Í dag sleikti sólin vanga minn, setti roð í kinnar og líðan öll hin ljúfasta.  Ég átti stefnumót, tók að mér verkefni sem leyst var með miklum glæsibrag.  Eftir miklar göngur og reddingar var haldið undir sólhlíf og sötrað á ísköldum drykk með ítölsku meðlæti.

Það er svolítið gaman að því hvað ég er hrifin af öllu því sem ítalskt er.  Leið mín átti klárlega að liggja þangað en ekki hingað, Iberíuskaginn sjálfur.  Staður og stund, tíminn og rúmið er við veljum í hjarta dveljum.  Ég leysi þrautir þessa lífs af gleði með sjálfri mér, með yndislegum börnum og góðum maka.

Hvað ber lífið í skauti sér?  Ef ég bara vissi Heart

Ég gleðst með þér í því góða, ég græt með þér og stend við hlið þér er skugginn skyggir á sólu.  Saman getum við tekist á við hæstu fjöll og ólgandi hafið.  Mannlegur máttur í krafti þess æðri fær engan stöðvað.  Við erum með hlutverk, eigum tíma sem þarf að nota.

Það er alltaf gott að íhuga sporin, hver við erum og hvert við höldum.  Ég veit að það þarf að breyta mörgu til að geta sofnað sáttur og tekist á við systurnar eins ólíkar og þær eru.  Gleðin og sorgin!

Ég elska vorið og ég finn góða löngun til lífs.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það er bara komið vor, það held ég nú, ekkert farið að grænka enn en allur snjór horfinn af götum og gangstéttum - og eldhúsið mitt er fullt af sól á hverjum morgni

En að vísu sést hvert einasta rykkorn og kattarhár

Ég er stöðugt að fylgjast með tölvupóstinum, ég var að sækja um vinnu í Valaskjálf og bíð eftir svari, ef það er já þá verð ég hér áfram en ef ég fæ nei þarf ég að losa íbúðina um næstu mánaðamót og koma mér til Reykjavíkur með allt mitt hafurtask, ég er búin að fá vinnu þar frá 1. júní

Svo að rykið og kattarhárin fá að vera í friði þar til ég veit hvort ég er að fara að pakka öllu niður eða fara í allsherjar vortiltekt, báðir kostir hafa ýmislegt til síns ágætis

Svo að nú er Bidda bara í millibilsástandi og veltir því fyrir sér hvað lífið ber í skauti sér, gaman að þessu

Margrét Birna Auðunsdóttir, 6.4.2011 kl. 21:17

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vona að Biddunni gangi vel - hvort sem hún er eða fer :)

Vorið kom hér og fór - svo snögglega að elstu skátar á Eyrarbakka mundu ekki annað eins

En það hlýtur að koma aftur - það kemur alltaf aftur

Hrönn Sigurðardóttir, 11.4.2011 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband