Dillandi hlátur ....

... vellíðan annara og okkar eigin.  Hlátur lengir líf og það er ekki að ástæðulausu að það sé hollt og gott að hlæja.  Hlæja frá sér veikindi og kvilla sem fyrir beðinn eða óbeðinn misgáning falla fyrir fætur okkar.

17 andlitsvöðvar þjálfast, líkamin gefur frá sér efni er stöðvar streituna sem lætur minni máttar undan hamingju hristingnum.  Við hlátur aukum við CHI flæðið er styrkir okkur í sigurgöngunni.

 

Hlátur lengir líf
 
Hlátur er yndislegur og hlátur er svo innilega mismunandi.  Hver man ekki eftir hláturslaginu með Ómari Ragnarssyni.  Ætli hann hafi ekki hlegið manna mest við upptökur þar.
 
Ég hlæ  í mig orkuna og ég hlæ að okkur öllum.  Við erum fyndin, hver í sínu horni að gauka og bauka!  Eins gott að kátínan fái að fljóta með!
 
Til að framkalla bros elskhugans eða makans er sniðugt að senda honum falleg og sniðug orð.  Líma þau á ísskápinn, setja þau á náttborðið eða á spes staðinn.
 
Þegar við hlæjum með ástvinum okkar þá líður okkur sjaldan betur en akkúrat þá.  Fyndni þarf ekki að vera aðalmálið heldur að sleppa sér lausum, vera frjáls.
 
Ég rek upp skellihlátur og vek kátínu samstarfsfélaganna sem vita ekki hvað þessi brjálaða kona er að gera.  Mér er alveg sama því gleði mín smitar út frá sér og eins og segir "bros bræðir hjarta"
 
Ég ætla að fara í Ríkidæmi hornið mitt og hlæja þar upphátt.  Ég er rík því ég hef gleði!  
 
Heart dillandi dagur alveg sprenghlægilegur Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég elska fólk sem hlær hátt og innilega. Við fölllum of oft í þá gryfju að taka okku sjálf of hátíðlega og alvarlega. Samt er lífið bara einn allsherjarbrandari svona á heildina litið.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.2.2007 kl. 14:28

2 identicon

Það besta er að vera svo geðveikislega fyndinn að maður skelli upp úr áður en maður stígur fram úr á morgnana og fer í keng inn í rúm, með hláturskrampa, heldur þar áfram að hlægja og dreymir svo fyndna drauma að maður fer aftur að hlægja þegar maður vaknar og rifjar upp drauminn...

Silja Dögg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 16:08

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það er svo gott að hlæja hátt og innilega ... og alltaf hægt að finna sér ástæðu til þess. Mig minnir að ég hafi einu sinni lesið grein í Mogganum um mann sem fékk krabbamein og náði að hlæja það á brott ... með dyggri aðstoð teiknimynda.

Mogginn lýgur ekki! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 16:32

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Þórdís hlæjandi  eða með bros á vor man ekki eftir að hafa hitt þig öðruvísi og víst er þetta allt saman rétt hjá þér um hláturinn þú þarna brjálaða bína.Hey ætla að senda þér ofsa sætan smitandi hlátur í pósti.

kremjuknúss

Solla Guðjóns, 7.2.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband