Hvísl og kelerý

Eftir C Vítamín og ástúðlegt viðmótt þess útvalda þá er ég alheilbrigð og frísk.
 
Gældi við það í morgun hvort ég ætti bara ekki að vera agndofa áfram og njóta umhyggjunnar og klípa mig bara í kinnarnar og borða krít.  (talið var að kennarakrít framkallaði hita)  Eftir skamma umhugsun ákvað ég að það væri í fyrsta lagi ekki mitt eðli og best væri að drífa sig af stað.
 
Hvíslað

Olía á striga 
 
"Hvíslað" er nafn myndarinnar og á vel við mig þar sem ég þarf að tala með lágum róm svo ég meiði mig ekki í hálsinum.   Ég er hitalaus enda búin að etja kapp við djöfulinn, að henda viðbjóðnum frá.  Ég er búin að losa mig við hugarástandið og mun finna röddina mína á næsta sólarhring.  
 
Það góða við það að vera raddlaus er að þú segir ekkert í fljótfærni og svo þarft að hvísla það, þarft að leggja alla þína ást í orðin.  þegar lækning verður á einni orkustöð þá hefur hún keðjuverkandi áhrif á hinar stöðvarnar og mikið hlakka ég til að vera komin með nægilegt flæði og jafnvægi til að taka á móti ríkidæmi heimsins. 
 
Wizard

 
orkustöðvarnar

 
Við erum aldrei ein
 
Kanski vildi ég bara fá
Koss á ennið
á vangann
á kinn 
umhyggju
og 
ást ást ást
Heart
 
"Ég verð lasin þegar ég leggst í gröfina"  þetta eru orðin mín  "ég legg mig í andlátinu"
 
"Fimmta stöðin er að segja mér eitthvað" 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

sólarinnkvittun

Ólafur fannberg, 9.2.2007 kl. 14:23

2 identicon

"ég legg mig í andlátinu" ... lol

Hvíslað er falleg mynd - minnir mig á Blómarósina mína sem er gullfalleg mynd, spái stundum í það hvað gullfuglinn á þeirri mynd er að segja.

Lisa (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 16:24

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ef ég nyti svona alúðar og umhyggju, myndi ég gera ýmislegt til að viðhalda henni....!  Gott að þú ert komin til heilsu, kæra kona.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.2.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband