Afhverju ....

Svolítið svona rassálfalegt, eða hvað þykir þér?

Ég er eiginlega ekki viss um nokkurn skapaðan hlut nema það að kærleikurinn er beittasta vopnið.  Þangað til annað kemur í ljós þá ætla ég að dýfa mér í sætan svefninn, fara í næturskólann minn og láta hugann reika.

Já, reika eins og hann gerir ávalt þegar ég legg höfuð á kodda.  Ég fletti nokkrum bls. og svo veit ég ekki meir.  Þetta er svolítið einkennilegt þegar við hringsólum með hugmyndina um líf svona steinsofandi.  Ég er nú samt vakandi akkúrat núna, með bæði galopin án vökustauranna.

Góða nótt í fallega hausinn þinn og ekki spyrja mig, "afhverju" ...

Kærust

Kærust, akrýll á striga 20 x 20


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband