Bráðum ...

 já, bráðum.  Bara ef ég verð dugleg þá mun ný heimasíða líta dagsins ljós.  Ég kann ekkert á þetta, man ekkert hvernig ég átti að gera þetta en ég hlýt að rifja það upp.  Gef heilasellunni stöðuhækkun.

Snilldarhugmynd að leika sér með sjálfið.  Heilasellan verður slegin sem riddari innan tíðar og þá ráðumst við saman í þetta verkefni.  Ég hlakka til að sjá hvernig snilldarútkoman verður.

Lífsbaráttan gengur vel, enn bólar á aumingjaskap en ég fæ sterklega góða líðan sem segir mér.  "Jæja er ekki komið gott, best að drífa sig í spinn og njóta á ný"  en, nei.  Allt hefur sinn tíma og hans eigum við að njóta.  Það er erfitt að njóta þungu stundanna en þær vega hið létta upp og gera líðandi stund auðveldari.

Það er nokkuð ljóst að ef það er eitthvað sem ég hef gaman að gera, þá er það að mála.  Það kemur líka sterkara inn dag frá degi og ég sýndi þessa vinkonumynd á síðum facebook síðunnar Artkompany.  Þar koma saman nokkrir listamenn og sýna á föstudögum sem hefur hlotið heitið, Fabjulos Föstudagur.  Ljósmyndir, málverk, köku og blómaskreytingar svo eitthvað sé nefnt!

Ef þú ert á facebook þá mæli ég með að þú kíkir við!

Á góðri gleðistund 007

Á góðri stund, akrýll á striga 61 x 50

Svo leikur hugurinn fram og til baka.  Þarf að gera eitthvað nytsamlegt, finna orkuna með einhverjum hætti.  Fann nám í næringarfræði, þótti það spennandi alveg óneitanlega væri snilld að hafa betri vitund um það sem kona lætur í sig og þekkja efnin í fæðunni og fæðubótarefnum.

Sá líka airbrush förðun, þótti það spennandi og spyr mig.  Spóla til baka líkl. 20 ár þegar ég var nema í Fjölbraut í Breiðholti, búin að fá inn í snyrtifræðinámið en hætti snögglega við.

Já, lífið er mystery og svo verður það history hehe 

Að ógeymdri leirkerasmíðinni sem ég ætlaði í.  Alveg ákveðin, búin að skoða skólann, leist mjög vel á allt umhverfi en því miður þá varð formgalli á og í raun þegar ég hugsa út í það miðað við hvernig aðstæður mínar eru í dag þá hefði ég átt mjög erfitt með að stunda námið í það minsta þessa haustönnina.  Tíminn er afstæður og það kemur haust eftir þetta og ef guð lofar þá tek ég þátt í því, öflug og uppfull af hug til lífs.

Í einkaeigu

Í einkaeigu, akrýll á striga 61 x 50

Ég fæ alltaf innblástur þegar ég fer til Íslands, það er bara þannig.  Þessi mynd er máluð á Íslandi í ágústmánuði.  Litir og litrík áferð er eitthvað sem er fast í mér þessa dagana, vikurnar og mánuði.  Minnir mig svolítið á þegar ég var í kynnum við spænska listamenn og mikið furðaði ég mig á skæru litavali.  Líklega hefur sólin þessi áhrif, birtan sem streymir nú frá mér.

Svo kemur bráðum betri tíð með blóm í haga og yfir því er ekki hægt að klaga.  Það er laugardagur og töfrateið er komið í mallann svo nú er ekkert sem stöðvar konu í því sem hún tekur sér fyrir.

Ljúfan laugardag InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

flott að vanda

Ásdís Sigurðardóttir, 25.9.2011 kl. 11:40

2 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Elsku Dísa mín, vona að þetta slen fari nú að rjátla af þér svo þú getir farið á fullt í málun, hjólun og heilun...sendi þér 12 spænskumælandi engla fyrir nóttina...love frá Islandi.

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 25.9.2011 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband