Myndablogg ....

Smella bara inn slatta af myndum og finna svo litrík orð sem við getum kallað ramma.  Ég ramma inn myndina þína svo hún megi fara vel á veggnum þínum.  Hvernig ramma vilt þú fá, hvernig er stíllinn, ertu alveg viss um það? 

Það er nefnilega ekki sama hvernig ramminn er.  Ég er persónulega hrifnust af hvítum römmum en það er þó ekki algilt!  Ég á yndislega eldhúsmynd eftir ljósmyndarann Barböru Birgis og er hún í dökkleitum ramma, svarthvít ljósmynd með hvítu kartoni sómir sér vel í brúnleitu eldhúsinu.  Bara flott eins og Barböru einni er lagið. 

Litrík satínmen 

Litrík satínmen

Litir, eitthvað sem ég elska, ekki bara tónn í náttúrunni heldur svo miklu meira.  Heilandi, græðandi og yndislegir litirnir gera svo mikið og margt þegar sálin þarf að drekkja sér í gleðinni.  Anda að sér litbrigðum, lækna og lifa.  Það eru litirnir mínir.

Litrík satínmen

Ljósblár er fallegur á dökkum grunni hins vegar er blátt ekki ég.

Torrevieja

Við mæðgurnar á góðri stund í Spánarsælunni.  Takið eftir kuldaskræfunni, í okurgulri peysu og sokkabuxuð hátt í mittið.  Lenti reyndar ekki í geðveikum erfiðleikum með rifflaða uppþvottahanska eins og Guzzlan www.gudlaugbjork.blog.is hún er bloggari 2die4 ...  Ég náði að koma mér í aðhaldsbuxurnar án mikilla erfiðleika en þakka mínum sæla að vera með vinnukonuneglur!

Torrevieja

Líklegast er þetta útsýnið þegar kona fer í aðhaldsbuxur en mig langar að taka það fram að ég lenti ekki í því í miðbæ Torrevieja.  Það var í raun mjög einfalt að íklæðast þeim en ég viðurkenni að mikið djöfull er óþægilegt að vera í sokkabuxum daglangt!  Ég er of mikið náttúrubarn og það vantar í mig pæjugenið.  Nokkuð ljóst.

Pistacho

Þess í stað sit ég heima fyrir og mála á það sem handhægt er í húsinu.  Til dæmis þá náði ég mér í pistassíu hnetubrot og duddaði mér með pensil með einu hári!  Bláskelin er við hlið pstassíuskeljarinnar og þótt hún sé ekki ýkja stór þá virkar hún herðabreið.

174

Af skel á striga en þar má nú leika sér með efnið.  Konur og kjaftasögur, spjall og skraf er eitthvað sem okkur er eðlislægt.  Fá okkur einn bolla í viðbót og við gleymum okkur saman.  Kanski hvolfum við bollum og spáum í það sem hvílir handan dagsins.  Ég er forvitin, en þú?

Zordis

Og svo í lokin mynd sem Barbara Birgis tók af konunni en þess má geta að þetta var frábær myndataka.  Þarf held ég ekki að segja meir.

Knús í nóttina og túrílú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Lovely, takk darling knús og kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2011 kl. 14:11

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Dásó eða eins og við segjum á frummálinu wonderful

Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2011 kl. 18:15

3 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Geggjuð pistasíumyndin og skelin líka, þú ert snillingur kona!

Margrét Birna Auðunsdóttir, 7.10.2011 kl. 20:49

4 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Yndislegt að lesa, fannst ég vera þarna á bekknum hjá ykkur Írisi Höddu inní Torreveija....oooooo sakn sakn...gult gult er þinn litur....

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 7.10.2011 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband