10.2.2007 | 10:08
Litríkur laugardagur og allt í gúddý ....
Hélt það væri föstudagur í dag .... Uppgötvaði áður en ég reif mig upp að það væri lukkulegur laugardagur. Passaði mig að fara rétt fram úr, rétt eins og drottningu sæmir. Hringdi litlu gylltu bjöllunni og pantaði morgunmat. Þjónarnir voru fljótir að koma með soðið vatn og hamingjukex.
Dagurinn er bjartur og hitastigið þokkalegt sennilega verður það um 20° þó svo það vekji ekki áhuga minn þá finst mér alltaf gott veður. Þó um mig næði veðurhamur horfið hjartað inn og gleymir barningnum. Góður dagur og það er létt yfir hausamótunum á mér!
Ég stalst til að vaska upp nokkur glös. "Það er ekki æskiliegt að drottningar vaski upp" er ekki mitt hlutverk í þessu landslagi milli fjallsins og mín. Svona er lífið hjá honum sem giftist henni mér.
Svöl á geði eftir uppvaskið enda forréttindi að fá að busla í vatni og skapa þar með svigrúm í þröngum huga. Stefnan í dag er tekin niður í kjallara, í dag langar mig að gera eitthvað sætt og sniðugt. Við sjáum til hvernig mér vegnar í kjallaraskoðuninni.
Það bíða mín ótal litir, ótal sögur sem tómið kallar og kveður
Olía á striga
"Þessi litla olíumynd er gjöf til föðursystur minnar og minning um hennar mann."
Ég legg mína sálu í þína
Leggðu aftur augun, blíði æskuvinur
láttu ljós til anga, með bros í hjarta kær
Trúðu á ást og styrkan vanga
heimur okkar færist nær
Leiftur tindrar, styrnir milli heima
ljómar fegurð kærleikans, tillir blær
Fögur minning, hjartans teikn
samveran styrkir hjartað er grær
(höf. Zordis)
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Alltaf svo gott að baða sig í ljósinu og litunum hjá Zordísi á fjallinu.
Maður er farin að verða prinsessa eins og þú og velur aðeins það besta á hverjum morgni.
Að koma hingað.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.2.2007 kl. 10:21
Kjallarinn eftir hamingjukex getur bara ekki klikkað! G´skemmtun !!!!
Heiða B. Heiðars, 10.2.2007 kl. 10:48
Bara svo þú vitir það... Þá er ég búin að skella kjallarahurðinni í lás. Þú mátt dúsa þar í allan dag hamingjukex-laus!!
Ekki hvarflaði það að mér eitt augnablik að viðskiptajöfurinn gæti hugsanlega litið á mig sem glæpakvendi í glæpaklíku sem stelur BlackBerryium!! Takk

Heiða B. Heiðars, 10.2.2007 kl. 11:34
Falleg mynd og fallegt ljóð. Þú ert snilldarpenni. Bestu kveðjur frá nágrannanum.
Silja Dögg (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 13:12
Megi dagurinn verða dýrlegur, yðar hátign!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.2.2007 kl. 13:19
Æruverðuga
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2007 kl. 14:42
Afsakið, hér er færslan:
Æruverðuga frú, megir þú njóta andagiftar kjallarans í dag!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2007 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.