11.2.2007 | 17:07
Elskaru mig ....
Eitt af því sem ég reyni að gera er að framkvæma hugdetturnar mínar. Góðar eða slæmar, kemur ekki í ljós fyrr en reynslan er komin. Stundum tapar maður og stundum græðir maður. Lífsreynslan verður að reiknast til tekna og það er jafnan gaman að hitta á réttu hugmyndina.
Sumt er betra en annað og í því ljósi göngum við í þessa einu réttu átt. Tifum sporlétt í áttina að kassanum eða krukkunni. Við vitum ekkert hvenær síðasta stundin er og förum oft á tíðum ekki vel með eigið líf. Berum litla virðingu fyrir því sem við erum og galgopumst með hitt og þetta. Lífið er of stutt til að fara ílla með það, of stutt til að selja okkur ódýrt, of stutt fyrir svo margt!
Elskaru mig. Olía á Striga
Þessi olíumynd er ein af þeim sem þurfti að klára. Kjallarinn er uppfullur af ókláruðum sögum er þyrstir í að fá að tala sínu máli, myndum sem bráðvantar eigendur. Ég ætti kanski að tölta mér niður og telja en það er varla til nokkurs að telja enda skiptir það ekki meginmáli.
Við lifum af þeirri einskæru snilld sem okkur einum er lagið.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Leggja ekki allir upp með sigur í huga
Leikslokin geta þó orðið önnur
Lífið er lærdómur og Ollasak er spekingur núna
Knús í suður.
Solla Guðjóns, 11.2.2007 kl. 22:30
Ég er viss um að undanfari flestra uppfinninga og uppgötvunna voru slæmar hugdettur. Held nefnilega að maður fái ekki brilliant hugdettur eins og þruma úr heiðskýru.. held að þær séu frekar ávöxtur hugdettna sem engin glóra var í...fyrr en hún gaf af sér aðra og aðra og ..
Heiða B. Heiðars, 11.2.2007 kl. 22:32
Kæra listakona og lífsfílósóf. Það er alltaf inspíerandi að kíkja inn til þín!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.2.2007 kl. 23:23
Hugmyndir hljóta að ver góð reynsla í viskubrunn þann sem við fyllum af góðum hugsunum lærdóm og hugdettum :)
Myndin er æði, verð veik í hvert skifti sem ég sé fallegu myndirnar þínar :)
Kveðja suður :)
Vatnsberi Margrét, 12.2.2007 kl. 09:15
alltaf svo skemmtilegt að líta hér inn ....
Margrét M, 12.2.2007 kl. 15:36
Já. Við elskum þig öll.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.2.2007 kl. 18:21
Það væri ekki leiðinlegt að vinna ...
... í happdrætti, fljúga yfir hafið, kíkja í kjallarann þinn og kaupa eina mynd í stað þess að mæna með glampa í augum á myndirnar á blogginu þínu. Í leiðinni myndi ég koma við í Englandi og kaupa mynd af Katrínu minni líka!
Best að kaupa fleiri lottómiða!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.2.2007 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.