Það atvikaðist þannig fyrir einhverjum árum að við turtildúfurnar fórum í fínan göngutúr. Við vorum stödd í kirkjubænum Orihuela en þaðan er elskulega Fjallið mitt.
Við römbuðum inn í gullbúð og sáum þar gullfallega trúlofunarhringa, sem við keyptum og ákváðum að setja upp á degi elskenda. Þegar kom að deginum þá tókum við þá upp og mér til skelfingar var hringurinn allt of stór.
Mínum heittelskaða fanst ég of væmin er ég neitaði að trúlofast honum! Sagði að ég myndi ekki gera það nema að hringarnir yrðu minnkaðir fyrst! Ástæðan hefur sennilega verið þessi svaka göngutúr okkar í nokkrum kulda er gerði fingur okkar gildari. Hringarnir fóru í minnkun og svo hennti ég þeim inn í glerskáp og þar gleymdust þeir, JÁ, NÁKVÆMLEGA....OFUR RÓMO EÐA ÞANNIG.
Til að gera langa sögu stutta þá hringir móðir mín í mig og tilkynnti mér að það myndi eitthvað agalegt gerast (hér erum við komin fram í apríl) og bjuggust allir við að afi minn heitinn væri að falla frá. En nei, frú Zordís kveikti í húsinu sínu.
Eitt ljúft síðdegi fórum við hjónaleysurnar í bíltúr, fórum á bókamarkað með börnin, á meðan kraumaði upp eldur sem þó átti erfitt uppdráttar því aldrei þessu vant hafði ég lokað öllu vel og vandlega. Þegar við komum heim hringdi ég á slökkviliðið sem kom og bleytti vel upp í öllu. Það sem brann ekki varð fyrir reykskemmdum, þannig að við stóðum með ekkert nema sál hvors annars og barnanna.
Þegar við fórum til að skoða húsnæðið þá gengum við inn í myrkur, við þreifuðum okkur áfram í sótsvörtu helvíti sem er ekki saga til næsta bæjar. Fjallið mitt fór og náði í hringana sem lágu gleymdir inn í glerskápnum.
Nú er jafn góður dagur til að setja upp hringana.
Við settum hringana upp þennan eftirminnilega dag í Apríl, afi dó 3 dögum seinna.
Hringarnir pössuðu og við sátum út í bíl með börnin afturí að trúlofa okkur og innsigla samfylgd okkar með kossi.
Dagur elskenda er alla daga
Athugasemdir
VÁ! Þú lifir æsispennandi og rómantísku lífi, þrátt fyrir eldsvoða og alles!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.2.2007 kl. 23:39
Kannt að standa upp úr rústunum og muna alltaf hvað skiptir máli. Bara flottust!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.2.2007 kl. 00:25
þetta er yndislega falleg og rómantísk saga, þú kannt að segja svo skemmtilega frá
Margrét M, 13.2.2007 kl. 09:32
Alveg sama hvað þeir reyna að gera rómantískar bíómyndir.. lífið er alltaf best. Flott saga og ég veit ekki hvort þú gerir þér grein fyrir því hvað hún segir mikið um þig
Heiða B. Heiðars, 13.2.2007 kl. 12:34
Alltaf rómó hjá þér og fjallinu góða.Tulviljanir og tilgangur fara oft saman.
Knús á þig sunnanskvíz
Solla Guðjóns, 13.2.2007 kl. 13:24
Takk fyrir að deila þessu með okkur, sem lifuma alltaf rólegu og meira og minna jöfnu og keðelígu lífi. En nú tala ég auðvitað bara fyrir sjálfa mig, - afsakið allir hinir, góðu bloggvinir! - Megið þið Fjallið eiga góðan daga á morgun!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.2.2007 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.