Tjú tjú tralala ...

Það er búið að vera fremur kalt í Paradís, hitinn farið nánast að frostmarki og m.a. blikkaði allt í bílnum mínum um daginn.  Já, hálkuvörnin í mælaborðinu 3° og allt í botni þ.e. viðvörun.  Ég var sem betur fer ekki að keyra og hélt áfram að þjala á mér neglurnar.  Svo mikil forréttindapíka!

Lopapeysan er hin mesta þarfaflík sem ég klæðist nánast nótt sem dag, elska þessa peysu sem mamma mín prjonaði.  Ég næ að slíta henni eftir þennan vetur og þarf að leggja í pöntun á nýrri heimagerðri peysu.  Dásamlegur fatnaður.

Dagarnir líða einn af öðrum, hver öðrum líkari.  Sofa, eta, æfa og sofa meira, kría hér og kría þar, kríur allstaðar.  Er að vona að þessi þreyta fari að hjaðna.  Er allaega hætt með narkosvefnköstin sem ég fékk og réð þá varla við mig og datt niður í þyrnirósarsvefn þegar kvikyndið sótti að.  Var t.d. í eitt skiptið í spinning og átti bágt með að halda mér vakandi.  Ef ég sofnaði í þessu ástandi þá gat ég sofið í allt að 6 klst og verið meira þreytt á eftir.  Þakka fyrir að vera nánast laus við þessa svefndellu og tek léttari hvíldartíma hehe

Svo er lífið bara gott eins og svo oft áður líklega vegna þess að ég kýs að horfa það með gleðibrillunum.  Engar gleðipillur bara gleðibrillur sem ég mæli með. 

Uppskrift að gleðibrillum;

1 stk gleraugu (mega vera eldgömul)

1 stk galdur

Voila

Settu upp gleraugun og lífið er fallegt og gott og skemmtilegt og bara allt sem þú vilt að lífið þitt sé.

InLove

Pssst. býð þér á sýningu en lofaðu mér að setja upp gleðibrillurnar. 

Hvítur galdur

Hvítur galdur, þakflís rustico 40 x 20

Sumarlandid 003

Sumarlandið, akríll á striga 30 x 60

Valentín og Liljur 005

Liljur, þakflís rustico 40 x 20

Sólbjört uppf 003

Sólbjört akrill á striga 20 x 50

Túrílú


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband