19.2.2012 | 15:46
Þá sjaldan kona lyftir sér upp....
Óhætt að segja að föstudagskvöldið hafi verið notalegt. Ég hitti 3 skvísur á ónefndum veitingastað. Andrúmsloftið var vinalegt og kl. 2100 var konan mætt í sínu fínasta.
Mikið spjallað og gaman, matseðillinn skoðaður og á endanum var Marquez de Cazeres pöntuð eðal Rioja og ýmsir forréttir. Sushi er málið! Aðalrétturinn var valinn blindandi enda á aldrei að velja sama réttinn 2x. Koma sér út úr þessum þægindareit og vera vilt í vali. Já, þetta var heitur kjúklingaréttur framreiddur í hálfum ananas, væri til í að fá mér svoleiðis núna og brjóta regluna. Hef alltaf sagt að ef við profum aldrei eitthvað nýtt þá kynnumst við aldrei því sem kemur á óvart!
Kvöldið leið ljúft og fáir voru á veitingastaðnum. Við skvisurnar, eitt borð með pari og svo 20 manna borð með svíum. Það voru mismikil læti frá borðunum og likl. voru svíarnir með mesta skrafið enda margir og allir að lyfta glösum. Þegar leið á kvöldið heyrum við að klingir í glasi og einn af hopnum heldur ræðu. Gott mál hjá þeim (allt karlar). Við höldum áfram að ræða okkar mál sem hvorki voru merkileg og án tilfinningahita en það sem ég sagt vildi er að mér er litið yfir á ræðuborðið og einn sköllóttur setur fingur að vörum sér og sussar harkalega á mig. "Eg sem steinhélt kjafti" Ég varð hissa og leit á vinkonur mínar og gat ekki misst af þegar einn vel fóðraður beindi höndum til að þagga niður í okkur.
Hér var ég orðin frekar fornemuð og átti ekki til orð. Ég var ásamt vinkonum í friðsælu umhverfi og allt í einu áttum við að þegja. Ég var ekki tilbúin að halda kjafti fyrir þessa karlmenn sem höfðu haft sín læti framan af kvöldi.
Mér ofbauð svo endanlega þegar einn af hópnum kom askvaðandi að borðinu okkar og sagði "Can you be quiet" HALLÓ, við vorum ekki með læti, það var búið að slökkva á tónlistinni ......
Já, við héldum okkar striki, hlógum og skröfuðum þá sænsku frá okkur. Lífið er gott og alveg spurning að láta engan slá sig út af laginu. Við erum öll heimsins virði og eigum rétt að njóta lífsins akkúrat eins og við erum.
Lífið er núna!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:49 | Facebook
Athugasemdir
Typical fyrir þá sem kasta steinum úr glerhúsi....ég lenti í svona kauða einu sinni á spítala, hann gat ekki sofið fyrir hávaðanum í prjónunum mínum...var samt með sjónvarpið svo hátt stillt, að ég er enn með verki í eyrum.
Guðlaug Björk Baldursdóttir, 26.2.2012 kl. 16:25
heheh ferkantið kallar gott hjá ykkur að láta ekki slá ykkur út af laginu ♥
Hrönn Sigurðardóttir, 26.2.2012 kl. 18:22
*ferkantaðir vildi ég sagt hafa :P var líklega að reyna að koma þessu frá mér á sænsku.
Hrönn Sigurðardóttir, 26.2.2012 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.