16.2.2007 | 17:56
Kyrjað fyrir kvöldið ...........
Þá er komið að því!
Söngfuglar kyrja og þenja raddböndin í takt í kvöld.
Í fyrsta lagi munum við stefna á ítalskan veitingarstað sem heitir Mamma Mía .... Eitthvað létt og gott verður etið og bragðgott drukkið. Mest langar mér í grænmetispizzu og salat með léttu einhverju til að dreypa á!
Dagur er að kveldi kominn, tilhlökkun til helgarinnar. Ég var svo heppin að mega vinna á morgun og tek því eins og hverri annari hundaheppni
Rúlla hverfinu upp og sendi frá mér gleðibylgjur. Það vilja náttúrulega allir koma og kaupa pulsur hjá mér þar sem ég verð svo yndislega ljómandi!

Keppinautarnir syngja þræl vel
Ég læt það ekki stöðva mig því ég er sigurvegari af guðs náð. Fæddist með þá gjöf að vera alltaf vinningshafi í þessum lífsins leik. Það verður gaman, það verður gott að vera samankomin, það verður ekkert eins gott og þegar gleði bylgjurnar hamra á hinum sem njóta söngsins.

Hér er frúin gjörsamlega með úfinn ofan á tungunni
Söngur er allra meina bót. Hann vekur CHI ið og fólk hríslast af gleði. Söngur er ein leið til að láta sér líða vel burst séð frá hversu vel maður syngur eða telur sig syngja.


Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Einu sinni fékk ég afmælisskeyti til London, ég var au pair þar: „Elsku Gurrí, til hamingju með daginn.“ Mamma Mia, Hilda og Gummi. (elsta systir mín heitir Mínerva, kölluð Mía) ... en þetta er í eina skiptið sem Mamma Mia hefur sent mér afmælisóskir. Hehehhe
Góða skemmtun í kvöld
og góða helgi!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.2.2007 kl. 20:07
Ég veit ekki hvort ég samgleðst þér eða vorkenni. Að fara út núna og borða og drekka væri það síðasta sem ég myndi nenna akkúrat í kvöld. Ligg undir sæng og horfi á Frost og brása á netinu og hlæakka til að fara að sofa. Þetta er örugglega merki um að ég þurfi verulega á því að halda að fara út að dansa og syngja...? Klæða mig í kjól, setja í mig krullur varalit og voila!!! Veistu þú hefur fengið mig til að hugsa um að fara kannski að fara eitthvert út. Það er alltaf byrjun og eigðu geggjað kvöld með þínu góða fólki. Smjúts
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.2.2007 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.