Jarðarber í morgunamat ....

Ég er að reyna að vera rosalega dugleg ...   Ég er rosalega dugleg!  Matarræðið er í tiltekt hjá Zordisi þessa dagana.  Ég er búin að vera í ca 4 vikur að finna sjálfa mig í fæðunni.  Þegar maður borðar það sem hendi er næst er maður eins og hver önnur ruslafata. 

Ég vil ekki vera ruslafata, waste bin, basura ......  Ó, nei!  Ég vil hafa ánægju af fæðunni, ég vil njóta þess að borða rétt eins og ég nýt þess að anda, djúpt ..... líta í spegilinn og sjá prinsessuna sem er þarna.  Prinsessan er að koma út úr "skápnum", búin að fá leið á því að vera alltaf í öðru sæti .....

Ég sé bara fegurð
Ég sé bara fegurð
Fegurðin er hluti af mér

Don´t go for second best..... söng vikona mín Madonna og þar sem hún er uppáhalds gyðjan mín sem var að brjóta sér leið til frægðar þegar ég var sweet 16 .... au pair í USA.  Hún gat þetta og ég get þetta rétt eins og hún .... Burt séð frá hjálparbókum, burt séð frá öllu sem rennur á fjörur ....

Ég get þetta líka!  Ég er það sem ég kýs að vera.  Ég hef allta valið og vel að lifa góðu lífi, ég vel að umgangast bara gott fólk og eiga bara góða bloggvini!  Ég þakka fyrir að vera á þeim stað sem Guð ætlaði mér, á þeirri syllu sem mér var úthlutað.  Við höfum val Wizard  Lifum þessu lifandi, saman og njótum þess.  Það er ekkert daprara en brotin Heart .....  Jarðarber í morgunmat er liður í því að komast út til að hefja flugið .....

Sólskín og sætir sigrar er mottóið mitt í dag

Hvað er mottóið þitt í dag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vaknaði í morgun með ótrúlega innri tilfinningu um að allt væri svo gott og allt væri svo rétt. Að ég væri alveg að verða tilbúin að verða drottingin af Saba, trítla svo niður og sjóða eggin perfect og dýfa svo ristaða brauðinu í.. Svona dífí morgunmatur. Svo liggur leiðin til Ömmukrúsunnar í London þar sem litla familían er að flytja ú húsið sitt í dag . Alice vaknaði í gær með glæný augnhár. Er það ekki undursamlegt og ég ætla að fara og skoða hvernig þau fara henni og pakka í kassa og flytja.  Og það er sama góða veðrið hér fyrir utan hús eins og það er ínnan í mér. Life of Saba segi ég nú bara og knús. Jarðarber eru æðisleg.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.2.2007 kl. 10:40

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Gleði,gleði,gleð.Gleði handa þér og mér og öllumyndislegur dagur og æðislega þú

Solla Guðjóns, 17.2.2007 kl. 12:33

3 identicon

Jarðarber í morgunmat, það gerist varla betra. Já þetta er skínandi dagur.

Hamingjuóskir með fallegu Írisi Höddu.

Lisa (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 13:56

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég breyttist úr því að vera frekar timbruð úrill kona yfir í divu við lesturinn!! Zordis, þú ert kraftaverkakona!!

Heiða B. Heiðars, 17.2.2007 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband