19.2.2007 | 10:05
Grænmetisbolla .....
Bolludagur íslendinga! Til hamingju með það .... Ósjálfrátt er ég horfin aftur um rúml. 30 ár þegar ég var oggulítill breiðholtsvillingur ........ Með uppspændar hnéskeljar eftir hjólaæfingar en samt alltaf sátt og sæl með hlutskiptið. Það rifjast ýmislegt upp núna, og og og .......
Borðuðum rjómabollur, klæddum okkur í grímubúninga og nældum pokum aftan í gamlar konur og karla með hatta. Svo var það baunasúpan ..... Þvílík hátíðarvika
Í minningunni er allt stærra og betra, í minningunni erum við meiri og mætari. Við erum fegurð okkar eigin minninga. En að Bollunni þá fann ég gamla mynd af mér þegar ég var húkkt á bollum og vildi bolla mig upp, Bjútfúl Himnesk hlussa .... Sorry en ef blygðunarkennd ykkar þolir ekki myndina þá skal ég taka hana í burt.
(tók myndina í burtu þar sem hún truflaði mig)



Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:24 | Facebook
Athugasemdir
gleðilegan bolludag..er neblega búin að borða einu bolluna sem ég kem til með að borða á þessum degi, ekkert sukk hjá mér ..
Margrét M, 19.2.2007 kl. 10:58
bolla bolla...bellamía
Ólafur fannberg, 19.2.2007 kl. 11:20
sannast að bollur eru falllegar
Solla Guðjóns, 19.2.2007 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.