20.2.2007 | 22:40
Að vatna músum ....
Með ólíkindum hvað Frúin er viðkvæm. Sennilega ekki í frásögur færandi en ævaforn og yndisleg l-amma mín, sem fór þegar ég var lítil snót í rimlarúmmi, stóð upp á endann þegar hún kvaddi þennan heim og ég kvaddi hana á óskiljanlegu málinu.
Tár eru perlur þeirra látnu, djásn í heim fegurðar, hjörtu sem svífa um heima og geyma. Í kvöld þegar ég keyrði heim var bros á himnum. Ég hugsaði með mér "Bros bræðir hjarta" og mýkti hjörtun ...... Tárin mín eru drykkur ástarinnar, drykkur sem við njótum saman. Ástin erum við.

Ég felli tár mín fyrir þig
Þrungin ást
rauð sem þú
lifandi minning
ég græt í glasið
blóði
Fallegasta langamma er hjá mér og hvílir í hjartastað, þess vegna falla tárin rauð í glasið. Í ævintýraheimi er ekkert salt heldur bara ilmur ávaxta.
Bara þú og ég
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.2.2007 kl. 23:28
eitt orð ::: yndislegt
Margrét M, 21.2.2007 kl. 09:10
Ljúft ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.2.2007 kl. 17:35
Fallegt og fallegt....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.2.2007 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.