4.3.2007 | 01:54
Hálsrígur, heitt nuddbað eftir ævintýri dagsins ....
Dagurinn er sigldur yfir í nóttina.
Mikið akkorð er nú yfirstaðið sem ég fagna með Tab í flösku og kúri með fartölvunni upp í rúmmi. Ég vaknaði rúml 1100 var sybbin eftir Caruso ferð. Fékk himneska sjávarréttarsúpu í forrétt en varð fyrir vonbrigðum með aðalréttinn. Lax með of sítraðri sósu! Gott rauðvín fékk að lurka sér niður um vitin og kaffi og Grand á eftir!
Hefðarfrúin er búin að vera í ströngu og unnið hefur verið að markmiði sem verður klárt með ýmsum tilfæringum og la la la ....
Ég hrindi í fjölskylduna mína og það var bara góð stemming á þeim .... rúml. 21° hjá þessum elskum Á meðan psoriasis útbrotin mín versna og brjóstið brennur tel ég mínúturnar fyrir brottför. Ég ók sem leið lá að heimkynnum mínum og Hr. Hafnarfjarðar en HVAÐ HALDIÐ ÞIÐ???? Yarisinn minn varð bensínlaus, úti rigndi hellidembu og göturnar voru sem léttar lækjarsprænur.

Nú voru góð ráð dýr.
Rollufelldurinn minn bjargaði miklu þegar ég setti hazard ljósin á og tipplaði út í raunveruleikann! Já, þetta kom fyrir mig Hressandi og köld rigningin sleikt andlitið á mér og puttarnir voru orðnir kaldir. Hinir kóngarnir keyrðu með hnarreista hnakkana og reyndu að gusa yfir aumingjann mig. Algjör pæja en aðstæður miður skemmtilegar.
Ég keypti brúsa á Shellstöðinni sem kom eins og engill í fangið á mér og fékk stút lánaðann hjá hot keisinu sem starfaði þarna og svo sendi ég honum puttakoss og hvarf út í kuldann að nýju.
Þetta tókst hjá mér, helkaldri með krefjandi hálsríg og hef verið að farast í kulda. Smellti mér í nuddbað og tendraði upp í tetrinu .... fékk mér tab í glas á fæti og kúri hér með besta vininum. Dell litla sem er ljúflingur í gráum teinóttum búningi.
Góða nótt elskurnar mínar
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Þesir englar eru æðislegir
Gerða Kristjáns, 4.3.2007 kl. 09:32
Þetta hefur verið annsi köld sturta hjá þér.
Skemmtilegir englar, hver er svona skapandi?
Góða ferð heim :)
Vatnsberi Margrét, 4.3.2007 kl. 13:31
Góða ferð! Vona að Íslandsferðin hafi verið algjör draumur þrátt fyrir bensínleysið!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.3.2007 kl. 14:04
Lífið er skrítið ljúfust,Eina orkan sem hægt var að ræna þig sendi þig út í rigningu og rok.Fúlt hvað fáir eru tilbúnir að aðstoða svona ofurskvísur sjáanlega í nauð
á þá.
Þú ert væntanlega komin til Fjallsins og ungana þinna núna.
Knús á þig og takk fyrir Selvogstúrinn í ENGLAVÍK
Solla Guðjóns, 4.3.2007 kl. 15:57
Bölvað verði bensínleysið ævinlega. Ég tek bensín alltaf þegar einn fjórði af tanknum hjá mér er eftir; þannig slæ ég á bensínleysiskvíðann. Vona að þú eigir góða heimkomu í útlandinu og að Íslandsferðin hafi verið skemmtileg.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.3.2007 kl. 18:22
Sæl skvís,
gott á þig ... smá spaug ... aldrei að keyra á rauðu ljósi. Vona að Íslandsheimsóknin sé samt búin að vera góð. Það er búið að vera frábært að hafa múttu í heimsókn ... við förum á fætur fyrir kl.4 í nótt þar sem hún er að fara heim á klakann. Góða ferð
heim á morgun.
Knús og kossar frá Lettlandi,
Guðný
Guðný Hansen (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 18:46
Ertu svo bara hérna ennþá krúttlingur
góða ferð í bítið
Solla Guðjóns, 4.3.2007 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.