4.3.2007 | 23:39
Hefðarkona að skúra, skrúbba og pakka niður .....
Aldrei sprækari og frískari! Búin að skúra pleisið, skrúbba postulínsfákinn .... úða Ajax á sturtuklefann og nuddgræjuna. Eldaði Lasagna og Tabaði mér í drykkju ( Tab frá Coca Cola) Ef Miranda væri selt hefði ég eflaust fengið mér það eða Spur Cola!
Nú er komið að því .... kveðja klakann, faðma náttúruna niður í hjartarætur, leggjast nakin út í hraun og finna fyrir ástinni sem hylur þokuhjúpaðan kroppinn. Dagurinn fer að mestu leyti í ferðalagið en ég fagna því að um 1700 fæ ég faðmlög frá elskulegu börnum og manni. Með viðkomu í Standsted held ég áfram til Murcia Hef alltaf sagt að ég elski að fljúga (smá plat), ég leiði það í raun eins mikið hjá og ég get, sem ljóð, teikna og stundum les ég. Ég er með bók sem heitir "El Poder del Ahora" (the power of now / A guide to a spiritual enlightment) e. Eckhart Tolle sem ég glugga í ............... það verður gaman. Muna bara að kaupa tyggjó og gjafir í Keflavík.

Ég hef hugleitt það
haldið því fram
klæðst því
tekið í sátt
hver er ég
hver var ég
hver verð ég
ég er
það sem
ég er
Er þetta ég
ég held það
ég hef séð mig í draumi í þessum kjól
Ai wo Ni
Í hönd mína leit og sá þar óteljandi línur sem lágu hver yfir aðra. Ég gekk venusarhæðinu og leið vel þar. Ég hef valhoppað einn tæplega helming af lífslínunni og á eftir að upplifa sælustundir ávaxtanna. Ferðalögin eru mörkuð fyrir lífstíð og ekki hægt að afmá!
Undarlegt að sitja á öxl sinni, sjá yfir höfuðmótin og geta valið.
Við höfum öll val og eigum að njóta þess að finna andann, finna hvert fyrir öðru, finna til.
Ég sagði við Fjallið mitt, " ef ég kemst ekki heim þá veistu að ég elska þig mikið" Það fussaði nú aðeins í honum ...... Ég sagði "ég mun leiðbeina þér úr hásæti himnaríkis við val á þeirri konu sem mun ala upp börnin mín og elska þig eins og ég" meira fuss og mildur hlátur .....
Eitt orð sem varð að mörgum
Góða Nótt
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:43 | Facebook
Athugasemdir
Góða ferð heim ljúfust......hlakka til að sjá frá þér þegar þú verður komin út
Gerða Kristjáns, 4.3.2007 kl. 23:52
Góða ferð!!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 01:34
góða ferð
Ólafur fannberg, 5.3.2007 kl. 08:15
Góða ferð og njóttu þín í botn..
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 13:52
góða ferð heim ... ooooo ...það er alltaf svo gott að koma heim ...
Margrét M, 5.3.2007 kl. 15:11
Er ekki mál til komið að segja velkomin heim til þín
Solla Guðjóns, 5.3.2007 kl. 17:28
Ég vona að þú yrkir ódauðleg ljóð í flugvélinni! Gott flug....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.3.2007 kl. 22:01
Æi..bömmer! Hittumst vonandi í næstu ferð þinni um klakann!! Góða ferð mín kæra
Heiða B. Heiðars, 6.3.2007 kl. 00:29
Dáist að þér að fljúga svona mikið, er alveg á því að ég sé svona heimakær af því mér leeeiiiðist svoo að fljúga. Knús til þín og við verðum að festa dag næst þegar þú kemur:)
Vatnsberi Margrét, 6.3.2007 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.