6.3.2007 | 21:27
heim fagri heimur ....
Komst heil heim til mín. Lenti í föndri á Standsted flugvelli, meiri vitleysan! Ég sem ferðast alltaf með alltof mikinn farangur lenti heldur betur í veseni. 1 stk. handfarangur hljómar hræðilega en mín var með myndavélatösku, veskið, fartölvuna og hjólatösku í handfarangur og var kastað frá þegar ég átti að fara í gegnumlýsingu. Ohhhhh ...... þreytandi staða sem ég reddaði snilldarlega!
Reyndar mölvaði ég 2 páskaegg á bröltinu sem þýðir að börnin mín fá páskakurl um páskana en það sem er mest um vert að málshátturinn er vonandi heill. Svo lenti ég næstum því í því að láta taka af mér Tópas skotið sem ég fjarfesti í, í Keflavík. Spurði alveg sérstaklega að því hvort ég fengi að taka það með í millilendingu í gegn um allt írafárið á flugvellinum. Já, þú færð að fara með hann í gegn ef ég innsigla pokann. "Vale chica, no problem" Þegar hér var komið, mín búin að tæta upp og troða saman farangri sem endaði með því að keflavík airport fríhafnarpokinn var úttroðinn af tölvu, ipodi, 2 páskaeggjum, eggjabakka, myndavélatösku og innsigluðum áfengispoka gekk ég sposk framhjá lágkúrunni og smælaði farman í heiminn!
Hvað er að!
Hvernig á kona að vera bara með eina tösku eða eitt stk af öllum þeim hundrað nauðsynlegum hlutum sem raska tilveru hennar .... Ég bara spyr!
Hvað lærði ég af þessari ferð fyrir utan að fljúga bara í gegn um köben og það er;
Ég ætla að kaupa mér flugfélag, alltaf standby fyrir frekjurassgatið "moi" ... Ég mun ganga minn veg, fljúga með mínu einkaflugfélagi og vera með ofurfallega freyja í öllum millilandaflugum .... snittur og kampavín við flugtak og klapp á cd þegar hazarkroppurinn lendir járnfuglinum. Hann fær nafnið Svanur (járnfuglinn) og Fjallið er að fara að læra einkaflugmanninn!

Deginum reddað.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Nú þetta eru auðvitað karlmenn sem semja ruglaðar reglur fyrir flugfarþega og hafa engan..ég endurtek....engan skilning á hvernig við konur þurfum að ferðast. Hélt það myndi steinlíða yfir mig þegar allt snyrtidótið mitt var tekið af mér og ilmvatnið mitt líka og hent!!!! Sagði líka við kallinn sem hirti þetta allt af mér á flugvellinum að ég vonaði að konan hans væri sæt með bleikt gloss. Ég var nefninlega alveg vissum að hann stælist til að taka allar þessar guðdómlegu snyrtiförur með sér heim og halda kellu sinni ánægðri. Ég mun pottþétt versla við einkaflugfélagið þitt og læt bara senda eftir mér hvert sem ég vil komast. Veit að það verður æði undir þinnis tjórn því þú veit hvað þarf.
Og já.....velkomin heim
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.3.2007 kl. 21:39
Solla Guðjóns, 6.3.2007 kl. 22:08
velkominn á heimaslóðir
Ólafur fannberg, 6.3.2007 kl. 22:22
Pant´vera með í leðursæti, sötrandi kampavín og nartandi í kavíarsnittur í flugvélinni þinni. Og hlusta á þig fara með ljóð og sýna myndir eftir þig. Ekki leiðinleg tilhugsun. Gott að þú ert komin heil heim.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.3.2007 kl. 22:24
Velkomin heim skvís
en það gékk betur sem betur fer, annars kæmi hún sko ekki aftur í heimsókn..hehehe..
Það er satt þetta er bara farið að vera vesen að fljúa, amma min og afi komu í heimsókn ekki fyrir svo löngu og sú gamla er alltaf með risa stórt veski með allskonar hólfum fullum af ymiskonar dótarýi og þetta poka vesen tók hana ca 30 min..og alltaf gleymdist eithvað, þegar hingað var komið þá var sú gamla komin með ca 8 stk poka með oggulittlu í...ég gat ekki annað en hlegið en henni drullu kveið fyrir að fara til baka
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 22:45
Æðislegar varir þarna og tennur ... Colgate?
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.