10.3.2007 | 22:26
Kósý kvöld ....
Það er allt í lagi að stelast í tölvuna á meðan heimilisfólkið horfir á Barca leika á móti Real Madrid. Staðan er 2 - 2 fyrir ykkur sem hafið áhuga á boltanum. Viðurkenni að það er bara gaman að horfa á þessa kroppa með öðru auganu.
Lífið í lit með tóna sem gæla við eyrun stór og smá. Lífið er stórkostleg veisla sem maður ætti að kappkosta vel. Ég er á himnaslóð, get varla hreyft á mér varirnar, þar sem fætur mínir bera mig í takt við hljóm auglýsinganna. Ég loka augunum og læt mig fljóta eins og stórkostlega og fislétt ský, eins og guðsgjöf af himnum.
Laugardagskvöld, fjölskyldan kúrir saman, allir í sínum heimi að gera það sem er skemmtilegt. Allir saman og segja ekki orð og stundum tala allir í einu. Þetta er fjölskyldan mín.
Ég er alsæl
Gular rósir sem ilma vel, ég anda að mér gulum lit og finn orkuna. Það eru allir orðnir þreyttir, ég kanski anda of mikilli orku að mér frá þeim.
Best að anda rétt og passlega
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
ef lífið væri jafn auðvelt og litir blómanna......... fallegir
kv. Árný (frænka Gerðu)
Árný Sesselja, 11.3.2007 kl. 00:21
´Væri nú alveg til í að getað andað að mér orkunni frá mínum afkvæmum
sérstaklega á kvöldin
þá lifna orkustöðvar dótturinar heldur betur við.Skrítin blanda í þessari stelpu


Solla Guðjóns, 11.3.2007 kl. 12:07
anda inn út inn út endurtakist eftir þörfum
Ólafur fannberg, 11.3.2007 kl. 12:15
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.3.2007 kl. 12:27
Yndisleg lýsing á ljúfu lífi
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.3.2007 kl. 14:57
þú skrifar alltasvo fallega.
Kristín Katla Árnadóttir, 11.3.2007 kl. 15:57
drauma fjölskylda..
Knús og kossar
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 19:10
Takk fyrir kveðjuna - yndislegt að eiga góða vini hérna!
Kveðja frá Akureyri,
Doddi trúlofaði
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.