29.5.2006 | 23:12
Litlar Myndir ....
Oggulitlar nánast sagt og gerðar með blýhant og vatnslitum.
Hef setið hér með sjálfri mér og minum endurheimta ektamanni. Hann í slökun í húsbóndastólnum (elska þetta orð yfir þægilegan stól) með annað augað opið og hitt á skjánum. Mín í slökun með pensil í hönd.
Skemmtilegar þessu litlu og ætla ég að setja þær inn á zordisina á morgun. Það vill svo til að ég þarf að hlaða myndavélina svo ég geti myndað þessar litlu elskur!
Það er bara allt gott að frétta sossum og nú þarf ég að taka mér tak og ákveða stærðir fyrir nýja striga og láta gott af mér leiða.
Það er komin þreyta í ávalann kroppinn og ekki seinna vænna en að bjóða góða nótt og læða sér inn í draumalandið. Land sem alltaf gaman er að koma til og bregða sér frá!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
hlakka til að sjá myndirnar þínar
sollsbolls (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 01:34
Hvar ertu? Ég sem hélt þú myndir nú trítla með bleika tösku með þér ;)
Ja woll....á morgun kemur nýr dagur sem eflaust verður betri en dagurinn í dag...erþakki?
Elín Björk, 30.5.2006 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.