Argintæta í svörtum blómakjól ....

Vinnudeginum er náttúrulega aldrei lokið!  Ég sem starfa til að lifa, en ekki öfugt þótt svo að undanfarið hef ég haft þau slæmu einkenni að líta út og hljóma eins og konan sem lifi fyrir starfið.

 

Vinnusjúklingur

 

Ég verð bara að grípa í tætuna á mér sem argar á allt og allt í kring um mig þótt svo ég reyni að halda þokku í skefjum.  Ef mig misminnir ekki að þá þýðir orðið Þokka = höður sem þýðir hár!  Man þetta ekki sérlega vel þar sem þessar uppgötvanir voru gerðar með orðabók á 12 ára aldrinum.  Oooog síðan eru liðin nokkur ár Whistling

Ég er betri í útbrotunum sem ég sankaði að mér á Íslandinu og er búin að vera dugleg að bera á mig krem og dudda við mig.  Ég trúi því að allt þetta ávaxta át skili sér til húðarinnar en það virðist vera sem húðin sé að segja mér hitt og þetta, sem er tekið sem slíku.

Þarf að kanna hvað Dr.Hay segir við þessu en hann er frábær í að skilgreina sál og líkama og tengingu sálar við kropp.

 

Svona er ég ....
 
Á meðan ég er að rannsaka málið þá held ég áfram vexti í þeim skilningi sem mér einni er lagið, vaxa vel svo flestir njóti með mér.  

Ég hóf daginn að orkuríkum og gulum ananas safa, andaði að mér C vítamíni og horfi á ávexti allstaðar í kring um mig.  Vínber, epli og mandarínur.  Já, öfgarnar eru mér hliðhollar, takk fyrir að þetta sé ekki eitthvað verra og dýpra en gullfallegir og bragðgóðir ávextir.

 

Lifið heil, í sátt og sælu því þá er allt svo miklu betra 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gotter að fara út náttúruna, og anda að sér prana, sem er lífsenergi, mæli með því við öllum meinum. ef vel er að gáð, er mögulekt að sjá þetta energi

ljós frá steinu 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.3.2007 kl. 16:43

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæ!! arginhvað? Átt þú þessi peningablóm í garðinum þínum,gefðu þeim áburð og vökvaðu vel og spjallaðu við þau árangurinn mun skila sér

kossar og knús og smúss og bara...

Solla Guðjóns, 17.3.2007 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband