18.3.2007 | 12:06
Inn og út um gluggann ...
Þegar mamma og pabbi bömpuðu og amma og afi mossuðu. Hvað geri ég og minn maður! Hann er íllfáanlegur á sjóðheit salsa kvöld, vill ekki eyða tímanum frá börnunum og hatar allt sem heitir fjarvera frá kjarnanum.
Ég er lánsöm um það er ei að villast!
Það væri nú gaman að taka eitt kvöld eins og Jóna Ingibjörg og taka villt tangó með góðum hóp af vinum. Já, ég væri til í það.....talandi um J.I. þá bjó svei mér þá bara öll familían mín í húsi n°57 ... Verð að fá að koma og anda að mér fortíðinni og spyrja nokkurra spurninga.

Ég held að Ghostbuster græjurnar séu ekki þörf í þessu tilfelli.

En ég fer allt í einu að hugsa tengingar og tengsl, ég er svo skrítin mannvera að veröldin hættir ekki að faðma mig og skilja eftir sig góðar leiðbeiningar. Ég trúi því að það er ekkert tilviljun í þessum heimi. Að sjálfsögðu sköpum við okkar góða reit, okkar eigin líðan og lifum svo eftir bestu getu hverju sinni.
Það er kanski ekki rétt að tengja allt við alla en svoleiðis er ég bara.
Þegar ég sé banana þá detta mér EYRU í hug.
Wonder why
Hvað dettur þér í hug ......... BANANI?


Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:08 | Facebook
Athugasemdir
innlitskveðja
Ólafur fannberg, 18.3.2007 kl. 14:26
Ef ég borða banana hugsa ég oft um hve apar eru hrifnir af þeim til átu. Er ég þá kannski api?
Svava frá Strandbergi , 18.3.2007 kl. 14:35
Ég veit það er engin tilviljun í þessum heimi.
Kristín Katla Árnadóttir, 18.3.2007 kl. 15:10
Svo magnað með þessa karla..ég hef reynt að toga minn út að dansa Slasa ´Kuba bar á miðvikudagskvöldum en hann vill heldur vera heima með krökkum og kjarna. Hann er alger kjarnakjall í þessu samhengi.
Ég veit að veröldin faðmar þig stanslaust því þú bara hlýtur að laða að þér kærleika og gleði hvar sem þú ferð. Og ávaxtasafa
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.3.2007 kl. 18:25
sammála þér !Fyrir mér hefur allt meiningu !
zordis, hvar áttu heima !
steina í lejre
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.3.2007 kl. 19:59
Hummm..Banani..let me think
stappa hann eins og ég gerði sem krakki, það var það besta i heimi, svo auðvitað Bananasplit..ummmm
Knús
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 20:14
Banani,góð næring,æjjjjj pálmason koddu heim.
Solla Guðjóns, 19.3.2007 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.