Snerting ....

Sterkustu tilfinningarnar koma oft á tíðum með blíðri snertingu sem vekur okkur upp.  Snertingin er  yndisleg og dásamlegt að geta snert sálina hvert í öðru.  Snertingu má inna með tónum, orðum með þeirri einu sönnu staðreynd sem líðan okkar er hverju sinni eða með þeim hætti sem okkur einum er lagið!

Ég um mig frá mér til þín er streymi sem má vera ofar.  Það er staðreynd að við mannfólkið fyllumst eilífum áhuga á umræðunni um okkur sjálf og gleymum stundum öllum þeim elskum sem umvefja okkur nærveru sinni.  Mig langar að gefa meira af mér til þín og þeirra sem þurfa.  

Gefa mér að þér og hlusta, vera nær og til taks þegar þannig stendur á.  Finna hið eilífa jafnvægi þess að vera góður félagi og vinur.

augnayndi
 
Það sem snertir hjartans strengi er sú fegurð sem við nemum
 
Gyllt ást

 

Ég blæs á þig úr fjarlægð 

Ég sendi þér sál mína í einum blossa,

sem þýtur af vörum.

Ég sendi þér ilminn 

ljúfa

góða

Ég snerti hjarta þitt

blíða

Ég umvef ást minni

inn í þína.

Ást er að elska, virða og vona að hún verði móttekin alla lífsdagana. 

Gefa það góða frá sálinni sem kallar á fegurð frá þeim sem er snertur. 

Ég umvef mig þér og vona að þú getir elskað mig á einlægan og þinn eina hátt! 

Ást er að elska og verða elskaður á móti!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elsku zordis mín þú ert alltaf svo góð knús.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.3.2007 kl. 20:59

2 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ofsalega fallegt

Gerða Kristjáns, 19.3.2007 kl. 21:58

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þú ert eins og gola......full af hlýju og mýkt. Snillingur.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 22:14

4 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Mjög fallegt

Vatnsberi Margrét, 20.3.2007 kl. 00:03

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Þú og þitt er falllegt og gott.

Solla Guðjóns, 20.3.2007 kl. 01:34

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þetta er svo fallegt.   Yndislegast snerting sem ég hef upplifað var þegar fyrrum sambýlismaður minn sem mér þykir enn vænt um vakti mig með því að strjúka mér blítt um vangann.

Svava frá Strandbergi , 20.3.2007 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband