Ást á Íslandi án þess að vera á Íslandi .....

 Íslands ástin
 
íslandsástin mín
Áhrifin geta verið ógnvænleg
 
Ísland er fallegt land, 
hlýtt og kalt,
þurrt en blautt.
Ísland er bjart land,
dimmt og svalt,
sætt svo biturt.
Fósturlandsins arfur 
 
Það að eiga ekki samastað er eins og líkami án hjarta, eins og hjártsláttur án blóðs,
 
Eins og manneskja án alls.
 
Að tilheyra heild er heiður, vera hluti vera með.
 
Heart Ísland er ég, ég er Ísland Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Ísland er land þittÞorlákshöfnÞú ert hluti af sögu Þorlákshafnar

Solla Guðjóns, 22.3.2007 kl. 01:57

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Fjarlægðin gerir fjöllin blá lalalalaaallla!

En annars er ég bara að fíflast... auðvitað tekur maður ekki landið sitt úr blóðinu.

Heiða B. Heiðars, 22.3.2007 kl. 12:33

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Island er gott, ekki gott, stundum gott, ég sakna Íslands oft, ekki oft stundum

ljós héðan

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.3.2007 kl. 15:05

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ísland er best í heimi þótt það sé kalt blautt dimmt og bjart þú ert sólin frá Íslandi

Kristín Katla Árnadóttir, 22.3.2007 kl. 19:40

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

þegar ég bjó í Californiu grét ég stundum í sólskininu og einu sinni í 110 stiga hita á Fahrenheit af því ég saknaði svo hressandi kalda regnsins á Íslandinu mínu bláa.

Svava frá Strandbergi , 22.3.2007 kl. 19:49

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Oh hvað ég er sammála þér Jóna Ingibjörg!!

Heiða B. Heiðars, 23.3.2007 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband