6.6.2006 | 07:26
Inn og út um glulggann .....
Það er það eina sem mér dettur í hug svona hálf flugsplæst og ílla sofin. Hvernig verð ég eftir brazil ferðalagið ..... Langflottust enda 14 dagar á breiðum gylltum sendnum ströndum, humar í hádegismat og kókosmjólk á kvöldin.
Var að fá simhringingu, konurödd sem spurði eftir ektamanninum! Hún þ.e. röddin vildi bjóða honum á kynningu um helgina, fá prívat kynningu á því sem heitir sumarfrísstaður, Marina Dor ...... Nákvæmlega!
Annars var Íslandsferðin góð eins og hún var stutt, afrekaði alveg slatta þennann stutta tíma og takmarki ferðarinnar var náð. Íris Hadda minn hjarans ljómi var með í för og naut hún sín, fanst kallt og eiginlega frosin upp að hnjám eftir göngutúr í hressandi regninu.
Ísland án efa fallegasta land í heimi með geðveika uppsprettu af orku og uppstreymi.
Var að spá hvort það væri ekki sniðugt að taka sumarhús í Selvogi á leigu í haust (LOL) Komst ekki núna vegna tímaskorts ..... Stelpur það er X Selvogur í haust eða í næstu skotferð.
Heill dagur framundan, kaffibolli númer 2, Blue Lagoon snyrt í framan og ég elska manninn minn að ógleymdum börnunum! Hvað er hægt að biðja um meira nema kanski frægðina og urmull af fjármunum. O.K. ég er til í það!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Já, ég verð að segja að þú ert mjög svo afkastamikil.... Velkomin til baka!!
Elín Björk, 7.6.2006 kl. 06:48
já það var gaman að hitta þig og eignast brot af listum þínum.
Solla Guðjóns, 7.6.2006 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.