31.3.2007 | 19:06
Örmagna ........
Svaf næstum því út í morgun ..... Spurning hvernig maður gerir það ? Jú, þegar konugrey hefur loksins einn útvaldan dag til að sofa út eða dorma e. meira margra vikna sleitulausa vinnu þá kemur dóttir mín ofurljúfa full tilhlökkunar og vill fá að ræða við mig ....... Auðvitað glennti ég upp augun, innréttaði jákvæða hugarfarið og bað hana um að gefa mér korter!
Málið var að ein af mínum fjölhæfileikaríku persónum er hárgreiðslukona sem óspart lofar hárgreiðslum og litunum og alles! Æj....elskulegi engillinn minn hún Íris Hadda er svo ofurdugleg að hjálpa til það er frábært að geta fundið ástinni farveg í einföldum hlut eins og að setja strípur. Við undum okkur í þetta og ég var heillengi að blokka hárin í gegn um hettuna, dúllan var eins og úfinn hænurass í vindi! Litunin kom vel út og er hún algjört bjútíkvín þessi engill.


Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
takk fyrri að fá að kíkja í líf þitt enn einn daginn, ljós til þí það sem af er kvöldi og á morgun
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.3.2007 kl. 20:57
jíiija
Ólafur fannberg, 31.3.2007 kl. 22:24
Kristín Katla Árnadóttir, 1.4.2007 kl. 09:52
Knús á þig yndislega mús
Var að skrifa á 7.fermingarkort áðan.Er bara búin að nota eitt um síðustu helgi og var spurð hvar þau fengjust.Er brynja ekki með þau?
Solla Guðjóns, 1.4.2007 kl. 10:48
Nei elskan mín, Brynja blóm svaraði aldrei meilinu mínu .... Erfitt fyrir mig að redda því núna á samt slatta í Hafnarfirðinum .... mig vantar umboðsmann á Íslandi, var með þig í huga!
zordis (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 11:23
Újababy
Solla Guðjóns, 1.4.2007 kl. 11:27
Mér finnst alltaf svo notalegt að lesa pistlana þína, Zordís mín. Þú ert falleg sál, það er deginum ljósara.
Hugarfluga, 7.4.2007 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.