6.4.2007 | 09:24
Ég hvísla orðum ....



Hún hvíslaði að honum

Ég bið um fleytifullt hjarta af ást,
passlega mikið til að þjást.
Ég vil finna ólgandi stemminguna,
sjá hana úr augum þínum, muna.
Ég vil sigla um heiminn á skelinni,
tæta hana í mig, kynnast innst inni.
Ég vil mála sál mína glæra,
horfa í gegnum okkur sem eitt, ástina kæra.
Ég opna mig sem blómið, kasta þyrnum á braut,
þenja vængina og vefja þér í mitt skaut.
Ég vel heiminn að fótum mér,
marka spor
Þú ert hér og ég er hér.
Ein í heimi
ein ást


Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:38 | Facebook
Athugasemdir
Falllegt ástin og lífið og ástin

Solla Guðjóns, 6.4.2007 kl. 10:35
Fallegt
Vatnsberi Margrét, 6.4.2007 kl. 11:12
Mmmm falleg orð á fallegum degi - takk
ég er ástfangin.
bara Maja..., 6.4.2007 kl. 12:38
Mmm ... en hugljúft og rómantískt! Þakkir á löngum föstudegi.
Hugarfluga, 6.4.2007 kl. 12:42
Fallegt og rómantískt.
Svava frá Strandbergi , 6.4.2007 kl. 12:44
Yndislegt alveg ... rómantíkin er svo skýr og ástin líka.
Kveðjur, knús og kossar frá Ísafirði!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 14:27
Hugljúft og fallegt
Kristín Katla Árnadóttir, 6.4.2007 kl. 16:21
Whoa....á maður að geta sofnað eftir svona lesningu?
Magnað og áhrifaríkt...
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.4.2007 kl. 21:36
Frábært að vera ástfangin kona. Til hamingju með það, elsku sólbrúna Zordis!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.4.2007 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.