7.4.2007 | 15:01
Sálarfrí ... logn og ljúfar stundir!
Loxins ............. þrátt fyrir góð kynni fararstjórans "moi" þá eru endalokin upphafi næst!
Nú er ég búin að pota títuprón við augasteininn á mér .............. er með eitthvað skrítið og vildi prófa að pota í það með Bachídýfðum títuprjóni! Er BARA aum við sjáaldrið og sálin gæti óvart skroppið frá ef ég held áfram!
Hræðilegt að vera sálarlaus um páska
Sársaukinn er sekúndubrot, sem líður og fjarar eins og vindur um eyra, eins og tíminn sem segir upp hlutverki sínu þegar það er uppurin staðreynd. Tíminn flýgur ... fortíðin ber, þegar við hugsum um birtuna sem er framundan, þegar við hugsum um gjöf framtíðarinnar sem skapast í því sem við köllum nútíð PRESENT .... eins og María Guðmunds fjallaði um ekki fyrir löngu!
Ég fylgi þér í gegn um lífið sagði fylgjan sem toppaði nefstaði. Sólstafir, strendur, gjafir og þú!
Heil mey, hrein.
Minn eini, sanni svanni,
sólin skín í sandinn,
spor mín marka þín.
Tindrandi stjörnur, lísa ríkum manni,
elur hjartslátt,
í takt við anda minn.
Saman,
sitjum,
hlið við hlið.
hlægjum, það er gaman,
Í stjörnuheimi frelsið er
líf eða dauði.
Páskaklæðnaður minn verður léttur, svartar fjaðrir, skór og tangabrók.
Ég er bólgin við augað þar sem títuprjónninn er ekki besta tækið til að kroppa í sálina.
Sálarfrí er þegið með þökkum.
GLEÐILEGA PÁSKA
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:48 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er þér einni lagið... að blogga svona frábærlega !
En takk fyrir góða blogghugmynd, hún mun koma hjá mér, í augnablikinu er ég í bullstuði...
bara Maja..., 7.4.2007 kl. 17:56
Passaðu augað þitt. Gleðileg Páska
Kristín Katla Árnadóttir, 7.4.2007 kl. 20:26
Hæ ástin. Að nálgast sálina með títuprjóni í augað það er nállta útaf dottlu
Gleðilega páskahátíð og knús á þig og þína
Solla Guðjóns, 7.4.2007 kl. 22:46
Ég hugsa um mitt auga og fæ verk. Það er svo erfitt að sjá og leyfa ekki hinum að sjá það sama. Verkurinn er um að hinir sjá ekki. Samsama mig þér.
Please see!!!!!!
Ohhhh....I am in pain!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.4.2007 kl. 22:46
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.4.2007 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.