9.4.2007 | 07:33
Fengur tímans ......
Inn í eilífðina er eilíft flug, þangað tekur eilíðartíma að komast. Við skulum njóta tímans er stendur í stað og býður okkur upp á vænt rjúkandi kaffi eða hunangsblandað te! Ég fékk mér kaffi, hvað má bjóða þér.
Annar í Páskum hefur boðið upp á sig. Og nú er ekkert því til fyrirstöðu að láta sköpun og kraft sameinast í nýrri mynd. Oft þegar hugarskotið er tómt stilli ég upp striganum og gef honum tíma. Gef honum svigrúm til að finna ljóðlínu lita sinna. Sköpun sem harmonerar í takt við andgiftina hverju sinni. Sagt er að ljóðlínan komu úr litaðri flösku! Myndrænt form ljóðsins kemur frá hjartanu sem er búið að sjá tóna dansa eftir snæri línudansarans.
Ég er árrisul að venju .... Katrín þetta er í annað sinn sem ég dreymi þig, hið fyrra þá töluðum við saman í símann og í hið seinna vorum við saman á æðra stigi þess að vera. Kanski vorum við á stjörnunni að spá og spekulera sem þýðir að við eigum snilldarlega margt sameiginlegt! Góðir hlutir gerast hægt og mig hlakkar til að hitta þig og fá að skoða listina þína og finna inspirationið sem umvefur þig sem silkislæða.
Myndin sem ég ætla að ná í er eldgömul rissa sett í nýjan búning. Þið fáið að fylgjast með! Nú loka ég mig inni og læt ekki slag standa fyrr en Ilmur verður sýningarhæf! Hún hefur fengið nafn nýja myndin og ilmar í sál minni.
Te eða kaffi einhver? Nú er ég spennt, þarf að skjótast í kjallaraskoðun og sjá hvað eilífðin býður mér upp á. Ég er fengur tímans sem fer vel með mig, er ljúfur. Heldur mér fastri í því munstri sem ég hef valið mér, þangað til tíminn er kominn til að halda áfram. Ég er fengur tímans!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 07:35 | Facebook
Athugasemdir
Zordis min...þetta er ekki einleikið. Hver hvislaði þessu nafni að þér og hvar?
Ilmur er ég!!! Ilmurinn er eitt af meilnöfnunum mínum og Ilmur var dulnefni mitt á netinu í mörg ár. Ilmur er uppáhalds. Ég hlakka til að sjá þína Ilmi.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.4.2007 kl. 10:54
Gangi þér vel með Ilmin þú er einstök.
Kristín Katla Árnadóttir, 9.4.2007 kl. 12:27
Vá snilld hvað þið eruð miklir sálarfélagar þú og Katrín, engin furða að Hugarflugan rugli ykkur saman... þið eruð eitt !
hlakka til að sjá Ilmu... Katrín ef að þú myndir mála mynd á sama tíma, hvernig kæmi sú mynd út hjá þér ? mynduð þið velja sömu liti ? sama munstur ? sömu inspiration ? Þið eruð einstakar Zordis og Katrín ! les bloggin ykkar beggja og þið skiljið eftir ljós og tónlist 
bara Maja..., 9.4.2007 kl. 14:24
yndislegt þegar sálir mætast á æðri sviðum, greinilegt að þarna er tenging sem þarf að skoða og leifa vera.
ljós og kærleikur til þín og takk fyrir kaffið.
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.4.2007 kl. 15:57
Elsling!Fékk mér Herbó te í morgunsárið hjá mér sem var ca kl.11.Engin þyrluskrúfa tekin enn.Væri til í allmennilegt froðukaffi með þér
Athyglisvert hvað María og Steina segja hér að ofan.
Hlakka til að sjá Ilm eða Ilmi
Solla Guðjóns, 9.4.2007 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.