Þegar glitrar í hjartastað ...

Ég dýfði tánni oní vatnið og það mynduðust rákir á yfirborðinu.  Ég hugleiddi þær um stund og fanst vatnið dásamlegt og ákvað að kíkja undir yfirborðið.  Ég opnaði augun og leið vel, ég fann að súrefnið pumpaði í fornum líkama sem aðlagaði sig að undirheimum sjávar og varð hluti af þeirri heild sem ..... er heilagt leyndarmál þeirra sem koma þaðan, eru þaðan og fara þangað!

Þið vitið sum ykkar um höllina sem tindrar á hafsbotni, um drottninguna sem elskar sólargeislana, elskar glitrandi steina, elskar tilveruna í kviði ástar og umhyggju.

Undir niðri sé ég vængi mína þenjast út og litirnir eru dásamlegir,  líkt og regnbogans haf að morgni þegar döggin dropar af hafsporði lita.  Ég get ekki annað en  horfið til heima þar sem kærleikur og hlýja ilja alla daga.

Ég er tíminn, ég er sólin, ég er þú,

í augum mínum lýsir haf og heimur.

Faðmur þinn blíður,

ástarþekking  og trú.

Minn heimur ást og friður,

dagurinn í dag ég og þú! 

Börnin mín vildu ekki vera hjá mér í kvöld, þau báðu um ömmufaðm, ég lét eftir og sit og hlusta á Emmu Shaplin, hlustaði á Ellen Kristjáns syngja sálma ..... klukkan er gengin í ellefu að kvöldi og enn á ég kvöldmatinn eftir .................  Salat með engifer ristuðum kjúllabringum .... örlítið gerir varla mein.

Mig dreymdi að ég væri fiðrildi, þendi út vængina og ég settist á þroskað epli, umvafin epla akri.  Mér leið vel og hélt för minni áfram!

Sælla er að gefa en að þiggja

og betra er að þiggja en hafna!

Fyrir þig

Hver þyrnir er þraut í mínu hjarta

hvert laufblað bjarg í mínu lífi

hver króna ástin eina.

Ég er eitthvað svo aum í sjálfri mér, langar að dýfa mér í hafið og heimsækja vinkonur mínar í konungshöllinni þar sem glitrar á steina, þar sem bjarminn nær kalli stjarna! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Björk

Hæ mín kæra vinkona! Fallegt það sem þú yrkir hér
Sendi þér risastórt knús í gegn um vefinn, kannski ég fái að sjá þig örlítið prívat í persónu um helgina sem er að detta inn

Elín Björk, 12.4.2007 kl. 21:08

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Orð þín eru konfekt sem ávallt.

Heiða Þórðar, 12.4.2007 kl. 22:04

3 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 12.4.2007 kl. 22:38

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það er gott að vera stundum pínulítið aumur í sjálfum sér, ekki satt? Þá finnur maður styrkleika sinn ennþá betur að honum endurheimtum. Faðm til þín!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.4.2007 kl. 22:41

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Minnir mig á drauminn um gyðjurnar. Önnur þeirra stríðsgyðja með eldrautt hár og styrk sem eldur slíðruð sverði í hálöndum..hin mjúk í undirdjúpunum með fjólublátt hárið fljótandi og öll glitrandi armböndin sem biðu þar í botnleðjunni.

Hjartsláttur og knús til þín.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.4.2007 kl. 22:53

6 identicon

Kærleikur og hlýja alla daga ... já, ég væri sko til í að vera þar. En ég upplifi samt oftast nær þetta daglega, því ég er svo heppinn.

En ég verð einhvern tíma að færa mig aðeins frá kjúkling piri piri og prófa engifer steiktar bringur .... hljómar vel!!

Knús til þín, og ennþá meir!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 23:10

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

´Æ mín elskulega  allt sem þú segir er svo fallegt

Kristín Katla Árnadóttir, 12.4.2007 kl. 23:41

8 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Stórt knús til þín vinkona og næst kem ég með í vogin

Vatnsberi Margrét, 13.4.2007 kl. 00:10

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þú ert alveg einstök kona. Það er allt svo fallegt sem kemur fra´þér.

Svava frá Strandbergi , 13.4.2007 kl. 00:12

10 Smámynd: Solla Guðjóns

http://ollasak.blog.is/blog/ollasak/image/140917/Í Englavík er vatnið kalt og hressandi og knús til þín

Solla Guðjóns, 13.4.2007 kl. 08:20

11 Smámynd: Margrét M

eigðu yndislegastu helgi sem hægt er að hugsa sér .

Margrét M, 13.4.2007 kl. 14:30

12 identicon

Þú ert algjör perla...vona að helgin hjá þér verði æðisleg

Knús og klem

Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 16:02

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mig langar með til hallarinnar, kannski suma daga, ekki alla. þú hljómar fallega þegar þú ert aum, 

ljós frá mér í hjartað þitt

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.4.2007 kl. 22:40

14 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Tíminn er eins og vatnið
og vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund míns sjálfs.

Og tíminn er eins og mynd
sem er máluð af vatninu
og mér til hálfs.

Og tíminn og vatnið
renna veglaust til þurrðar
inn í vitund mín sjálfs.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 14.4.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband