Móðir jörð ....

Eftir silfurslegna regndropa undanfarna daga lítur móðir jörð vel út!  Hún er glaðleg og bíður yndisþokka, ilmar af ríkidæmi og gjöfulli hamingju.

 

Pianista e. IanDerrape

 

Ég er þátttakandi í skemmtilegu sjónarspili bæjarbúa, ég er hluti af þeim þótt mér líki kanski ekki neitt sérlega vel við þá eða ílla.  Þeir eru hjá mér eins og ég hjá þeim.  Lífið er ekki flókið þótt það flækist um hug manns öðru hvoru.

 Hvaða tilfinningu sendir Móðir Jörð frá sér þegar blómið deyr, þegar ljósið slokknar í minni okkar manna?  Hvar og hvernig lifir minningin áfram!  Kanski lifir minningin um blómið áfram í huga okkar og kveikir í draumum okkar þegar meðvitundin fer á flug. Hjartsláttur lífsins deyr aldrei!

Að vera þátttakandi er bæði gaman og leiðinlegt þar sem að annar heimur bíður okkar;

þar sem grasið er hátt og mjúkt 

Þar sem vatnið seitlar blítt

þar sem ástin er blóð

þar sem kærleikur er vatn 

Þar sem allir eru eitt

ekki neitt 

Heart

Eitt sinn stóð ég á kletti og virti fyrir mér umhverfið, sá svo mikla fegurð, sá fiskana stökkva yfir yfirborð lindarinnar og blikka mig .... nánast bjóða mér góðan daginn.  Ég fann hlýjuna í umhverfinu, frá steinunum, frá mosanum, frá trjánum.  Ég var ein með öllum gjöfum heimsins.  

Þegar ég vaknaði grét ég yfir því að fá ekki að vera áfram í heimi þar sem allir eru góðir, þar sem allir eru eitt.  Ég get þó ekki grátið endalaust og verð að muna að gefa gleðina sem ég fann á þessum fagra stað og geisla tilfinningunni áfram til þín.

Til þín sem lítur við og umberð skrítnar hugsanir, konu sem er maður sem er hluti af þér og þeim heimi sem vefur okkur saman.

Mig langar í faðmlag og ætla að koma tilfinningunni frá mér sem ljóð í formi lita!

Heart Svo sjáumst við á óskastað með töfrasprota í hönd Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ósköp er gott að byrja daginn á að lesa eitthvað svona. Næstum ámóta því að opna bókina Heimsljós fyrsta sinn.

Til hamjngju með daginn!!!

Árni Gunnarsson, 14.4.2007 kl. 08:10

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

blómið er hluti af okkur, lifir og andar með alheiminum, í tak við okkar andardrátt.

ljód og friður til þín og takk fyrir ávallt fallegar færslur

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.4.2007 kl. 11:50

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 I am here with my magic wand waiting for you to bring me into this endless magics you create!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 12:10

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Hef móttekið faðmlag æðibitinn minn sem fiskarnir blikka

Solla Guðjóns, 14.4.2007 kl. 16:06

5 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Faðmlag til þín og gleði litanna

Vatnsberi Margrét, 14.4.2007 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband