14.4.2007 | 19:53
Ég blæs lífi .....
Í dag sem aðra daga .... horfum við fram á veg, vonum að allt verði gott, allt ilmi vel og að allt sé sannleikanum samkvæmt.
Við lendum á óskastund og við lendum oft á þeirri ljúfu stund án þess að vita af því að hún er hjá okkur. Þessi stund gerir ekki boð á undan sér og er eins og leynigestur er tyllir sér á öxl þína. Gerir sig kærkominn og þú ert gjörsamlega berskjaldaður fyrir því að heilladísirnar eru allsstaðar í kring um þig ...... að vinna fyrir þig.
Fjögurra blaða smárinn og hans eilífa leit er eitt af því dásamlega í minningunni, vera barn að leita að happi, án þess að gera sér grein fyrir hvað er happ og hvað ekki.

Happið er stundum alls ekkert happ og getur sundrað heilu fjölskyldurnar þegar happið er ekki satt og vel til unnið. Að virkja happ er hins vegar okkar og gleðin er dýpri og ríkari fyrir vikið.
Í dag hefur dagurinn liðið og við áttum notalega stund í faðmi hvors annars. Við fórum saman að versla og grilluðum dásamlegan mat. Við náðum að borða úti í góða veðrinu þangað til þeim háa herra hugnaðis að senda okkur tárblauta dropa sína sem voru bara notalegir.
Ég sat úti og Fjallið var ekki á sama máli og bauð börnum sínum í kvikmyndahús og ég nýtti tímann og faðmaði tvo striga sem fæðast senn.
Lífið í dag er það eina sem ég get sannarlega mælt með, það eina sem ég man sannarlega vel eftir þar sem ég er glaðvakandi og svo sannarlega sátt við guð og menn.
Heill faðmur af kærleik er stundum ljúfur
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
ég elska túnfífla, hef notað það ílistaverk
ljós héðan úr kvöldinu, eftir göngu með hundana mína
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.4.2007 kl. 20:53
Knús to Spain in the rain!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.4.2007 kl. 21:41
Faðmur kærleiks frábær er,
faðmlag áttu nú að fá.
Sæta Zordis, sjáðu hér:
sexfalt knús til þín, ó já!
Hafðu það yndislegt!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 22:04
Kærleikur er alltaf ljúfur sendi þér þess vegna
kærleikstáknið mitt og rosa knús.
Solla Guðjóns, 14.4.2007 kl. 22:54
Þú færð allar ljúfu tilfinningarnar í kroppnum mínum til að dansa og syngja!
Heiða Þórðar, 15.4.2007 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.