15.4.2007 | 19:55
a ... b ... c ... d ....
Venjulegur dagur hjá ósköp venjulegri fjölskyldu. Við gætum í raun verið hluti af hvaða þjóðfélagi sem er en erum hluti af okkur og tyllum tásum niður á þá laut er okkur ber.
Í dag hef ég verið að spekulera í öllu sem engu og farið um heima og geima hjá bloggvinum! Eitthvað snart sál mín sjálfið og hef ég verið undir meðallagi seinnipart dags. Í gær faðmaði ég 2 striga og hóf sköpun lita í dag .... það er gaman að geta lagt hönd á og unnið af hjartans list og lyst!
Ég fékk góðar vinkonur í heimsókn og er orðið ansi langt síðan við áttum stund saman eins og í dag. Kaffikannan fann fyrir hlutverki sínu en miklar prúðmanneskjur skröfuðu um allt og ekkert og skemmtileg stelpuferð var skipulögð sem fara á í lok október! Ekki ráð nema í tíma sé tekið, förinni er heitið til Rika í Lettlandi ....... auðvitað mun ég stimpla mig inn og fara með það verður gaman!

Ég hugleiði blómið sem opnar sig fyrir hamingju heimsins
Ég tek þátt í gleði og sorg þeirra sem það kjósa
Ég er hluti af þeirri einingu sem hefur valið mig
Lífið er allt of gott til að gleypa það
Allt of gott til að gefa það
Allt of gott til að verða ekki hluti af þvi
Lífið er
okkar!
Hamingjan er tilfinning sem við getum þjálfað eftir eigin hug.
Það er allt undir okkur sjálfum komið
Er líf þitt gott?
Ert þú sátt (ur) við Guð og menn
Hjartans mál
ekki auðvelt að svara
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Úff! Mig svimar
Heiða Þórðar, 15.4.2007 kl. 22:22
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.4.2007 kl. 23:15
Halló snúlla,
Þú verður í Rika áður en þú veist af.
Solla Guðjóns, 16.4.2007 kl. 09:23
lettland hljómar spennandi .
Margrét M, 16.4.2007 kl. 10:58
Það verður skemmtilegt hjá þér zordís mín og hafðu það gott.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.4.2007 kl. 15:25
örugglega gaman að koma til léttlands hef reyndar verið sitthvoru við örugglega svipað.
Ólafur fannberg, 16.4.2007 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.