Ekkert skrítnari en venjulega .....

Orkubúst ... Það sem mig langar mest er að leggjast til hvílu.

Horfa í kring um mig þar sem ég sé rúnaða sólríka veggi algerlega gegnsæja og draummjúka.

Þegar ég lít til hliðar sé ég hvar aðrir svífa um í dúnmjúkri hlýjunni, við gefum hvert öðru auga þó ekki nema auga! Þögnin er dásamleg þegar regnið snertir húðina, skoppar á jörðina og slettir á þig ögnum sem fleytifylla fagurlituð glösin.

Sæll er sá maður er horfir fram veginn, þakkar fyrir gjafir jarðar og tekur tollinn eins og hann kemur fyrir. Ástin er eins ómur sem nær samhljómi hins sanna hins rétta.

Glettni er sæll þáttur í sambúð, að geta hlegið saman, dillað sér og gefið hvort öðru djúpt frá sjálfinu. Kurr kurr segir dúfan, æskir brauðmola og flýgur tignarlega með þanda vændi. Þegar dóttir mín fermdi sig slepptum við dúfum sem tákn um friðinn sæla sem allur heimurinn ætti að geta fundið og snert! Friðurinn er það fallegasta þegar við finnum hann. Friður í sál, í hjarta, húsi og heimi. Alheimsfriður er óskin mín til okkar allra. Megi sá almáttugi gefa okkur hverju og einu friðinn til að finna okkur sjálf, til að gleðja aðra og vera til staðar þegar á okkur er kallað.

Hún er skrítin skrúfa, eða er hún það .... lætur sér líða vel í dúnmjúkri gegnsærri kúlu og lætur sig dreyma ..... Um hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

með hugsunum sínum, sendir hún orku og bæn um frið í heimi og hjarta, góður vilji til allra frá öllum. orka fylgir hugsun þannig að þú gerir mikið fyrir heiminn, meira en þeir sem gleyma sér í stressi og efnishyggju, ljós og friður frá hjarta til hjarta til hjarta....

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.4.2007 kl. 14:32

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þakka þér fyrir orkuna  sem þú sendir

Kristín Katla Árnadóttir, 18.4.2007 kl. 15:12

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

 láttu þig dreyma daga langa og nætur mjúkra fanga

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.4.2007 kl. 21:23

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Gleðilegt sumar Þórdís mín.Gott að þú ert eins og þú átt að þér að vera

Ég er svo til nýkomin heim af tónleikunum,bar syssunum kveðju þína og þá rifjaðist upp að síðast þegar þú varst hér heima þá vorum við sys saman sem oftar um kvöldið eftir Selvogstúrinn og Elísabet gerði dáldið  mikið af því að hringja til mömmu þinnar og pabba upp úr miðnætti því hún ætlaði sko að fá þig í partí og rifja upp gamla takta og slagara,en Beta gata ekki verið með okkur í kvöld.

En ég verð að minnast á ferminguna hjá Írisi Höddu,mér finnst þetta einstaklega falllegt með friðartáknið.

Friðelskandi knús til þín sæta.

Solla Guðjóns, 19.4.2007 kl. 02:51

5 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Gleðilegt sumar skvís. Það er alltaf gott að byrja daginn á innliti til þín og fyllast bjartsýni og gleði yfir því sem er Takk fyrir ljósið sem þú kveikir oft í sálarhjart þegar engin birta er til staðar, takk fyrir mig skvís og vonandi áttu yndislegan dag og knúsaðu börninn og manninn sérstaklega frá mér og auka knús til þín

Vatnsberi Margrét, 19.4.2007 kl. 09:57

6 Smámynd: bara Maja...

Gleðilegt sumar Zordís mín, Stórt ORKUbúst til þín !!!  Þú ert yndisleg !

bara Maja..., 19.4.2007 kl. 11:17

7 Smámynd: Ólafur fannberg

gleðilegt sumar

Ólafur fannberg, 19.4.2007 kl. 11:31

8 identicon

Gleðilegt sumar, elsku sæta dúlla !

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband