20.4.2007 | 14:23
Sólin skín og ég er glöð ....
Það er gott að vera með gleðitilfinningu og dapurt að vita að vinir séu ekki eins glaðir.
Ég er viss um og trúi að það fari allt vel og að það sem er bannað verði virt! Ég legg á og spella út í heiminn að hlutirnir geti verið áfram á sem bestan veg svo allir njóti góðs af.
Lítil kærleiksbæn fyrir þig vinur minn kæri
Í hverju vandamáli felst dulbúið tækifæri
Í dag ætla ég að ná í börnin mín í skólann, fara og versla inn fyrir helgina setja góða tónlist á fóninn og þakka guði fyrir allar góðar mannverur sem stuðla að réttlæti heimsins.
Þakka fyrir að hafa vaknað í góðu skapi og alheilbrigð
nema kanski á geði
Svo er í bígerð kjallaraferð þar sem undirbúningur er að glæsilegri skemmusýningu
Smúts á ykkur og G - Óða helgi.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:25 | Facebook
Athugasemdir
Væri til í kjallaraskoðun með þér
Hér syngja allir í rigningunni - voða gaman.
Ég er að drepast úr bloggþörf en það gengur ekkert að plögga mig inn. Er að spá í að blogga bara í kommentaboxin hér á moggablogginu í dag.
Kveðja
Lísa (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 17:09
Takk fyrir góðan pistil zordís mín.
Svava frá Strandbergi , 20.4.2007 kl. 17:24
Hafðu það gott zordís mín eigðu góða helgi.
Kristín Katla Árnadóttir, 20.4.2007 kl. 17:52
Hamningjan einskorðast nefninlega ekki bara við mann sjálfan..ef maður veit af óhamingju getur maður ekki verið alveg fyllilega heill í hamingju sinni. Þar til við öll erum hamingjusöm munum við ekki upplifa hundrað prósent hamingju og munum ekki fyrr en Þá vita hvernig hún upplifist.
Hamingjusama helgi darlingið mitt..svona eins og hægt er.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 18:34
Hæ skrifa á eftir
Solla Guðjóns, 20.4.2007 kl. 20:03
Var sko trufluð af einum meðlim ættar þinnar henni Oddfreyju,en hún kemur til mín 2. í viku og tekur mig í höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð sem er að gera mér mjög gott.
sé að þú ert komin með aðra færslu síðan áðan,kíki á hana
Solla Guðjóns, 20.4.2007 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.