21.4.2007 | 09:22
3 andlit Zórdísar ....
Skyldi maður aldrei fá nóg af sjálfum sér?
Ég vona ekki því þá væri nú leiðinlegt að lifa, ofsalega erfitt og sárt að deila tíma og rúmi með einhverjum sem maður er gjörsamlega búin að fá nóg af!
Það er mér ofarlega í minni þegar ég var yngri, sennilega var ég 12 ára gömul Þá var nú gaman að vera til .... Eitt sinn tók mamma sér video spólu og sáum við myndina "3 faces of Eve" svart hvít spennumynd um Evu og hennar ásköpuðu veikindi. Þessi mynd situr alltaf í mér og það veit sá sem allt veit að ég væri mikið til í að sjá þessa mynd aftur. Sem 12 ára fanst mér hún virkilega spennandi og áhugaverð, ég hugleiddi mikið um áhrif Evu litlu og geðlæg veikindi hennar.

Það er nú ekki ólíklegt að flestir hverfa í það að lifa í ólíkum hlutverkum sjálfs síns en oftast undir eigin stjórn og meðvitund. Blessuð Eva var ekki meðvituð um sinn geðklofa og vó sjúkdómur hennar djúpt á líf þeirra sem stóðu henni næst að henni sjálfri ógleymdri!
Húni konungur kom í morgun og dró mig fram úr rúmminu honum vantaði bíl sem ég er með því hann var á leið til spámanns .... hann lofar því að segja mér frá hvernig vegnar. Húni konungur á svo tíma í Indversku höfuðnuddi ??? Ég væri til í heilnudd núna sko!




Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
RIsa knús á þig elsku zordís mín !
OG gefðu svo knús á línuna frá okkur :)
Sigrún Huld (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 09:38
Tek undir með Örnu. Sá myndina fyrir mjög löngu síðan og gleymi henni trúlega aldrei. Skemmtilegur pistill hjá þér. Þakka fallegt innlegg á blogginu mínu
Margrét St Hafsteinsdóttir, 21.4.2007 kl. 12:18
Ég tek undir það sem þær segja, ég sá þessa mynd líka, mér fannst hún mjög áhrifarík.
Kristín Katla Árnadóttir, 21.4.2007 kl. 12:35
Man ekki til að hafa séð þessa mynd en væri sko til í það.Hins vegar sé ég ekki falllegu myndina sem þú ert að sýna okkur.
Hey dúlls ég fæ alla vega aldrei nóg af þér.
Njóttu þín í kjallaranum.
Knús
Solla Guðjóns, 21.4.2007 kl. 14:00
Hey jú myndin er komin og er tilkomumikil
Solla Guðjóns, 21.4.2007 kl. 14:06
yndislegan laugardag til þín líka
ljós og friður
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.4.2007 kl. 15:19
Eigðu góðan dag
Vatnsberi Margrét, 21.4.2007 kl. 16:12
Já ég sá Evu...og man myndina og áhrif hennar. Fannst hún ekki bara sorgleg heldur líka spennandi. Hvernig er að geta erið margar konur í sama líkama. Minn maður heldur því fram að hann eigi ekki tvíburakonu heldur tíbura fyrir konu sem skiptir stöðugt um hlutverk og andlit og er alsæll með þessa fjölbreytni.









Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.4.2007 kl. 17:38
Er það ekki yndislegt hvernig fólk, manni gersamlega ókunnugt, getur kveikt í manni á einhvern óskiljanlegan hátt, ýtt á takka, sem maður hélt að væru hættir að virka? Það hefur þú gert með þínum yndislega pistli, Zordís. Ég sá líka þessa mynd um mörg andlit Evu og hún var eitt af því sem stuðlaði að því að ég fékk óslökkvandi áhuga á mannlegu eðli og persónuleikaþroska. Sá áhugi hefur ekki verið dempaður síðan. Gæti talað margt við þig um "multiple personalities" (sem Eve var "haldin") og persónuleikaþroska svona almennt séð. Seinna, seinna, kannski á kaffihúsi með fleiri bloggvinum...sem áhuga hafa á svona framandlegum en nærtækum hlutum...?!
Vá, þessi mynd af nöktu konunni er alveg stórkostleg. Takk fyrir tilvist þína, kæra kona.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.4.2007 kl. 21:51
Þú ert gullmoli!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.4.2007 kl. 22:19
laugardagsinnlitskvittun
Ólafur fannberg, 21.4.2007 kl. 22:43
Innlitsknús á þig mín kæra
Heiða Þórðar, 22.4.2007 kl. 00:26
og sunnudagsinnlit....
Ólafur fannberg, 22.4.2007 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.