20.6.2006 | 07:46
Dorma vel og lengi ... sofa bara yfir sig
Skondið þegar skepnan tekur upp á því að sofaf yfir sig. Vaknar ekki við óp klukkunnar né varma af líkama makans né fuglasöngin er fyllir vit.
Börnin eins og tvö eikartré, steinsofandi og friður mikill.....................mæta sem sagt of seint næstsíðasta dag í skólann. Kemur að vísu ekki að sök þar sem almenn kennsla og próf eru yfirstaðin en leiðinlegt að stimpla sig þannig út í lok skólaárs. Börnunum hefur báðum gengið vel og hlakkar okkur foreldrakornin til að sjá einkunnir ungviðsins.
BRASILÍA næstu dögum, það styttist í það á ógnarhraða. Alveg brjálað að gera í vinnunni svo ekki má slaka á þar þó svo að góð törn sé að klárast.
Spann vann Túnis menn 3 - 1, við fögnum því þrátt fyrir að leikurinn hafi ekki verið neitt spes. Raúl átti ágætis mark og svo ungviði landliðsins gerði sitt. Ung og óþroskað lið með alveg afbragðs þjálfara.
Mín er engin fótboltabulla þrátt fyrir að hafa sparkað tuðru með Þór í Þorlákshöfn hér í den, við stelpurnar fylltum völlinn af áhugasömum áhangendum ;) Hilli mætti með sína andans menn og eflaust lagt á þar sem velgengni var með ágætum.
Vinnan kallar, hef hafist handa við jólamyndefni, ekki seinna vænna að plana jólin í júní! Kanski ég smelli inn sýnishorni og fái heiðarlegt álit ykkar sem lítið við endrum og eins.
Kær kveðja frá kjólastelpunni ........
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Áfram Þór TATATATA....sællrar minningar...Hilli já OO var svo gaman.Orkuboltakveðjur til ykkar.
Solla Guðjóns, 20.6.2006 kl. 11:03
Já fyrst ég er nú komin á netið aftur - ekki gleyma að blogga í Brasilíu, ég verð nú að frétta smávegis af þér!!
Hjúts knús til þín**
Elín Björk, 21.6.2006 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.