24.4.2007 | 21:01
Avocado .... Sellery .... Kúrbítur ..... olifur ...
Grænn kvöldmatur!
Ég fékk þá hunangsflugu í hausinn að útbúa Avocado og Kúrbítsrétt eftir að hafa lesið karrýást Örnu ekki alls fyrir löngu! Ætli það sé ekki rúm vika síðan eða kanski minna frá þessari ögurstundu í mínu lífi.
Allt er vænt sem vel er grænt sagðu Fjallið mitt.
Þegar hann kom heim og sagði; "VIÐ vorum að kaupa bíl! Aha, játti litla fraukan og sagði; "hvernig bíl vorum VIÐ að kaupa"????
Okkur vantaði bíl er lykilatriðið en þessa var splúnkunýr úr kassanum
Hann var pjúk grænleitur
Ég varð ekki sæl með litavalið en komst að því frá kærri vinkonu að þeir sem velja græna bíla búa við hærri greindarvísitölu. AHA..... Já, auðvitað
Það var svo sem ekki slæmt að vera farþegi í þessum fjölskyldubíl, ó nei!
Ég var með örlitið meiri funa í æðum og ..........
Oooooog kom heim á þessum ...
Fjallið var ekki par hrifinn þar sem fraukan hans hafði valið sér bensín bíl.
En hvað á kona að gera þegar hún kaupir bíl eftir litnum. Oj oj oj ...
Pointið í útúrdúrnum er kanski sá að þegar Fjallið kom heim á grænum bíl fanst mér móðgandi að fá ekki að hafa tekið þátt í litavali bílsins. Ég hefði örugglega valið rauðan, eða gulan eða orange!
Fjallinu fanst ég vera barnaleg í fasi að hóta skilnaði út af lit á bíl! Ó nei, mér fanst það ekkert hafa með barnaskap að gera þar sem það tæki ekki nema 2 mánuði að fá bíl samkvæmt ósk ..... Þess má geta að konugrey flutti erlendis og sótti ekki fósturjörðina fyrr en 4 árum e. brottflutning og þ.a.l. þykja 2 mánuðir engin eilífð.
En aftur að eldamennskunni
Olífurog Kúrbítur í ofanálag.
Karrýdass og olífuolía, smá salt til að krydda tilveruna.
Herramannsmatur
Eldað og steikt á pönnu, vægur hiti.
Pakksödd og sæl eftir daginn.
Það sem er kanski hvað merkilegast við daginn er að hann leið. Ég náði að njóta barna minna, fór með 6 að verða7 ára son minn í sprautur í dag. Hann sagði "mamma þetta er vont" Já, ég veit enda sú sem sprautaði komin af vinalínunni minni.
Langt blogg um allt og ekkert.
Næring og Bílar
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Það er eitthvað spennandi við rautt og grænt saman. Þess vegna segi ég hiklaust rauður bíll með grænum mat. Og auðvitað eiga konur að velja liti. Þær ERU litirnir!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.4.2007 kl. 21:25
Ég elska allt sem er grænt og olívur eru æði.
Svava frá Strandbergi , 25.4.2007 kl. 13:25
Ég elska líka grænt en er ekki hrifin af olívur en elska rautt.
Kristín Katla Árnadóttir, 25.4.2007 kl. 14:18
Já þeir eru dáldið kaldir þessar elskur að koma bara með einhvernveginn litan bíl heim
Solla Guðjóns, 25.4.2007 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.