Lífið er það sem við gerum úr því ...................

Einlæg ást er ein af þeim gjafamyndum sem ég hef unnið við.  Ég á allnokkrar óbirtar sumar sem birtast aldrei og aðrar er birtast síðar.

 Ég valdi þessa án nokkurrar ástæðu, hefði eins getað valið stútmunna, stelpuást eða fögnuð!

Brasilía er komin degi nær þrátt fyrir að vera dögum fjær!  Haldið verður til Hollands á morgun rétt um matarbil hádegis.  Áningarstaður er Amsterdam en þaðan höldum við degi síðar til Natal!

Er ekki spennt enn sem komið er þar sem ég á eftir að pakka niður, taka til heima hjá mér og ganga frá öllum jólamyndunum sem eru í bígerð!

Börnin mín ættu að fara að sofa svo friður myndist á bænum en ekki er alltaf allt eins og kosið er.

Ég lofa ekki dugnaði við blogg þar sem ég ætla að chilla, slaka á og hugsanlega liggja í sólbaði og verða brúnust!

Kókoshnetur og humarhalar, kampavín og kavíar!  Frí sem verður notalegt að fara í og ekki síður gaman að fara frá.  Heima er best alveg sama hvað er!  Njótið þess að vera þið og þakkið fyrir að njóta þess!

Beba meua amor! 

Já og eins og textinn hér að ofan segir að lífið er það sem við gerum úr því eru orð að sönnu.  Stundum gerum við það erfiðara fyrir og stundum er það erfitt en aldrei svo að ekki sé lausn á málunum.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Þú hefur það ...maður hefur þad alltaf......Góða ferð og hafið það gott í fríinu...Flott mynd.

Solla Guðjóns, 21.6.2006 kl. 20:12

2 Smámynd: Elín Björk

Segi það sama, góða ferð, koddu með eina hnetu kókos handa mér...hún má líka vera tóm ;)

Elín Björk, 21.6.2006 kl. 20:52

3 Smámynd: Solla Guðjóns

kíki á þig af og til og skoða myndirnar þinar

Solla Guðjóns, 28.6.2006 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband