lumskar tilfinningar ...

Sjáðu

Þarna er Guð .....

Hvar, hvar sagði litli drengurinn og ég benti út um litla hringlaga gluggan á flugvélinni.

Ahhhh, já ... þarna er hann

Við sáum Guð

litli drengurinn

og ég.

Ég hef velt því fyrir mér hvað það væri mun auðveldara ef fólk gæti séð innrætið í stað þess er umlykur okkur.  Sumir sjá innrætið og hafa lumska tilfinningu fyrir þessu og hinu. 

Í nótt þá átti ég heimboð hjá gamalli konu sem vildi sýna mér hina ýmsu galdra, hún var hrein í gegn, með tifandi kristalshjarta er dældi gæsku og ást.

Þegar ég leit í augu gömlu konunnar sá ég inn í þúsund líf og þúsundir minninga sáldruðust yfir mig eins og flugeldur sem skartar sínu fegursta.

Gamla konan er kærleikurinn sem ég þrái og hún er komin, verður alltaf til taks þegar ég þarf á henni að halda.  Við ræddum marga góða hluti og sagði mér frá ........

Draumur drekaflugunnar
Anita Nairne málaði þessa fallegu mynd

Sporin eru mín, höndin er hennar

kona í konu

elskuleg mynd af ást og kærleika


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

falleg mynd .... góðir næturdraumar hjá þér

Margrét M, 30.4.2007 kl. 08:57

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Knús til þín

Solla Guðjóns, 30.4.2007 kl. 08:58

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Falleg mynd zordís mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.4.2007 kl. 09:50

4 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Falleg frásögn og falleg mynd og yndislegt hjartalag hjá frúnni

Vatnsberi Margrét, 30.4.2007 kl. 10:34

5 identicon

Það er hægt að sjá fegurð og innræti út frá orðum og orðuðum hugsunum. Það er alltaf svo elskulegt að kíkja á bloggið þitt!  Stórt knús!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 10:38

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Drekaflugan er göldrótt og töfrar fram tindr.

Upp upp á ský...stormar og sveipir. Þögn.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.4.2007 kl. 11:52

7 identicon

Lisa (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 15:29

8 identicon

Lisa (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband