Lítið leyndarmál ....

Ég á mér lítið leyndarmál sem mig langar að segja þér frá!  Þetta litla leyndarmál er hvorki stórt né mikið mál en það er samt leynd sem ekki má afhjúpa fyrr en síðar!

Það sem maður má ekki tala um á maður náttúrulega ekki að vera að minnast á Whistling  Auðvitað á kona ekki að tala um það sem ekki má tala um og einfaldlega koma bara rosalega flott á óvart ... Eða, valda vonbrigðum því ekkert í þessum heimi er meðvitað til að falla í náð eða ónáð!  Það sem litlu mér þykir mest um vert er að gleðja, geta glatt og gefið gleði, veitt vel og fært kærleika.  

Kærleika .... yndislegan kærleika má gefa með huganum, hvísla orðunum út í loftið þannig að orðin svífi í undirmeðvitund þína.  Þú háir harða baráttu, þú ert hér í göfugum tilgangi, þú og allir þeir sem koma nálægt okkur.  Ég þarf hvorki að elska þig né dá þig en ég þarf að sýna þér virðingu og merkja það fallega í fari þínu. 

Fegurð .... yndisleg fegurð má gefa með jákvæðri nærveru má sjá í öllu kviku, öllu sem er í umhverfinu okkar.  Ef fegurðin er hvergi nærri þá er gott ráð að horfa í eigin barm og hvíla hugann.  Það er fegurð allsstaðar og út um allt.

Fegurð og Kærleikur eru mér kær enda má virkja andann til að sjá ljósið eina.  Geislum saman og látum líf okkar verða einstakt, vera þann lærdóm sem við þráum að börn okkar taki með sér inn í nýtt líf á þessum sama stað.  

Lífið .... yndislegt líf má finna með gleðina sem brýst um í hjartanum okkar, sem ólgar gæfu er okkur er í brjóst borin. 

Lífið er leyndardómur sem bara þú hefur lykilinn að.  Bara þú stjórnar gæfunni er umlykur spor þín, er guðleg fegurð ætlaði þér.

Heart

Leyndardómur lífs míns eru þau gæfuspor sem ég tek fyrir mig.  Í gleði og gæfu fær ekkert mig stöðvað, ég hvísla að þér orðum sem svífa eins og sinfonía hamingjunnar.

 

Leyndardómur

 

Ég er, í dag, dagurinn sem skín

leiftrar ljósi og ásýnd þinni 

Ég verð, á morgun, vindur er hvín

leyndardómur lífsins, guðleg sýn

Heart

Njótum dagsins því hann kemur aldrei aftur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Lífið er sem betur fer ekki fyrirsjáanlegt.En við ráðum samt miklu um hvernig manneskjur við viljum vera

Solla Guðjóns, 30.4.2007 kl. 19:21

2 Smámynd: Hugarfluga

Þá get ég glatt þig með því að þú hefur gefið mér heilan helling með skrifunum þínum, Zordis. Heilan himinhelling!

Hugarfluga, 30.4.2007 kl. 19:25

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þessi kona er eitthvað...eitthvað leyndardómsfullt afl sem bara gefur og gefur innsýnir og töfra. Zordís mín....það bara skvettist endaælaust upp úr kvenlegum viskubrunni þínum. Smjúts.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.4.2007 kl. 19:56

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert alltaf jákvæð og gaman að lesa síðuna þína Zordís mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.5.2007 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband