Fingurkoss .....

 Um allt og ekkert nema kanski um ástina og það sem ástin færir okkur.

Án þess að gera mér grein fyrir  aðstæðum set ég upp grímuna.  Stundum er gott að eiga fallega grímu til að grípa til.  Eiga eina fyrir hvern dag, setja upp silfraða perlusaumaða galagrímu á mánudögum ..... þriðjudagsgríman getur verið úr rekavið, full af fyrra lífi sem gæðir mann nýju lífi, fyllir vitin af Atlantshafinu, gefur gott og setur mynd í vitin.  Svona getur vikan haldið áfram og endurtekið sig, dag e. dag, viku e. viku og ár e. ár!

Einu sinni þegar ég var 16 ára var ég í skólahljómsveit sem hét LOVE, ég hugsa stundum um þessa hljómsveit, um búningana sem við saumuðum og um Pierrot andlitið sem við máluðum á andlit okkar, gríma gerð með akrýlmálningu frá Slippnum. 

 

Ástin er yndisleg
 
Það að vera maður sjálfur er að þora að vakna og horfa fram á við.
 
Tilfinning um ástina er ein af gjöfum guðs sem okkur er öllum gefin.  Það er undir okkur komið að halda líf í ástinni, næra hana af þeirri gætni sem okkur einum er lagið.
 
Köllum fram það góða hvert í öðru, togum ástina úr hjörtum hvors annars 
 
Elskumst eins og aldrei fyrr 
 
 
Columbus art gallery
 
Fingurkoss á fögru kvöldi 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Yndisleg færsla, kæra bloggvinkona!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.4.2007 kl. 21:27

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert perla af guðs náð.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.4.2007 kl. 22:02

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sá sem elskar eins og þú verður alltaf elskaður. Elskuð. Ert liffandi dæmi um að það að vera opin og gefandi færir hamingju og innsæi. Gerir það sem allir óttast en allir þrá. Til hamingju.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.4.2007 kl. 22:26

4 Smámynd: Ólafur fannberg

perluknús á næturvakt

Ólafur fannberg, 30.4.2007 kl. 22:37

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Elska þessa mynd: Fingurkoss á fögru kvöldi

Heiða Þórðar, 30.4.2007 kl. 23:11

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þú ert æði og gæði í gegn. Smúts.

Svava frá Strandbergi , 30.4.2007 kl. 23:46

7 identicon

Ég var einu sinni í hljómsveit ... söngvari auðvitað ... og svo hefur maður fitlað við það að semja ýmislegt. Kannski ég hafi verið að semja til þín - og ekki vitað það? Hmm...?

 Knús og kossar til þín, dúlla

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 01:32

8 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Knús

Vatnsberi Margrét, 1.5.2007 kl. 10:20

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Falllegar og táknrænar myndir.

Knús til þín.

Solla Guðjóns, 1.5.2007 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband