Á leið til himna ....

Í hvaða skúmaskoti sækjum við minningar og tilfinningar sem hræða okkur eða gleðja.  

 

Á réttri leið
 
Tilfinningar eru rósarknúbbar allsstaðar meðfram vegi okkar.  Við tileinkum okkur það sem við viljum.  Í dag og alla daga .......  Áfram veginn. 

 

Ég verð glöð þegar ég sé drenginn minn setja upp trúðsandlitið sitt og ég hlæ að yfirborðsgleðinni, þessu fjöldaframleidda sem allir keppast við að selja okkur.

Ég hræðist þegar dóttir mín er of lengi í burtu í senn (já gjörsamlega paranojuð) og ég upplifi hræðslu þegar urrandi hundur slefar utan í mig af bræði.

Báðar tilfinningarnar veita mér svif af ólíkum toga.

það sem gleður mig mest eru elskurnar mínar

það sem hræðir mig mest eru elskurnar mínar

Tvær ólíkar tilfinningar um sama meið

Þegar ungi Scheffer hundurinn réðst á mig, hélt ég ótrúlegri ró og "hundsaði"  hann, sneri í hann baki og útilokaði hræðsluna sem var í raun hans eigin.  

Þegar börnin mín fæddust þá grét ég af gleði og ljósmóðurin kom til mín og spurði hvort ekki væri allt í lag þar sem tár mín skoppuðu niður kinn eins og glerperlur í leit að snæri.

Ég er eitt með sjálfri mér, því af moldu er ég komin og að mold mun ég verða.

 

Af jörðu ertu komin

 

Ég kýs að gróðursetja í garðinum mínum myndræn form hamingjunnar, lífsins og gleðinnar.  Ég kemst ekki hjá sorginni sem tifar í takt eins og lífsklukkan þar sem sorgin á rúm í húsi mínu sem hamingjan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þessar myndir vekja upp góðar tilfinningar hjá mér.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.5.2007 kl. 11:37

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hvar nærðu í þessar ótrúlegu myndir?

Ég þarf ekki að spyrja um uppsrettu orðanna eða hugmyndanna þinna...þær koma´úr fjársjóðskistu gyðjanna sem vefa orlagavefina...eða ekki!!

Eigðu góðan dag sætust

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 12:07

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.5.2007 kl. 14:37

4 identicon

Efsta myndin lætur mér líða í svo vel innra með mér 

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 16:32

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Litla blómaspíran á myndinni sem einhver er með í lófunum minnir mig á pínulitla appelsínutréð mitt sem kom upp af fræi úr appelsínu í vor. Nýtt lif er yndislegt bæði börnin og blómin.

Svava frá Strandbergi , 1.5.2007 kl. 17:02

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Ótti og ást fara saman.Umhyggju ótti.Það er ekki upp úr þurr sagt að maðurr sé með  lífið í lúkunumFagrar myndir þarna á ferð og táknrænar.

Útbreitt fang fyrir þig.

Solla Guðjóns, 1.5.2007 kl. 17:21

7 Smámynd: bara Maja...

Stórt knús og takk

bara Maja..., 1.5.2007 kl. 18:34

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ohhhhh, þetta er svo fallegt!!! Ég veit ekki hvað þetta er með ykkur Katrínu Snæhólm en mér verður alltaf svo hlýtt í hjartanu þegar ég les færslurnar ykkar. Þið eruð ábyggilega englar sem hafið verið sendir til jarðarinnar til að hækka tíðnina hjá okkur mannfólkinu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.5.2007 kl. 18:44

9 Smámynd: Elín Björk

Knús og smús á þig fagra mær með fallegu orðin!

Elín Björk, 1.5.2007 kl. 19:56

10 identicon

Stiginn upp til himna er svo falleg og yndisleg mynd! Æðislegir litir í henni.

Ég hef sagt það áður, en mér finnst svo mikil fegurð og ró og yndislegt að lesa bloggið þitt. Þess vegna vil ég ausa yfir þig og eins mikið og þú getur tekið við!!!

Hlýjar knúsíknúsíkveðjur frá Akureyri! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 22:14

11 Smámynd: Ólafur fannberg

skemmtilegar myndir

Ólafur fannberg, 1.5.2007 kl. 22:20

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Núna hlýtur kærastan hans Dodda að fara að verða pínu abbó...svei mér þá !

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 22:43

13 identicon

O nei nei Katrín mín ... hún veit hvar ég stend og fyrir hvert knús hér í bloggheimum, þá fær hún miklu meira

Sem minnir mig á það auðvitað ...
(ég ætla að vippa mér yfir á bloggið þitt snöggvast  og ... )

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband