2.5.2007 | 22:22
Með heiminn að fótum sér ...
Það er ekki ónýtt að leggja land undir fót, eiga alla eilífðina fyrir sér. Horfa fram á við og vera eins og nýsleginn túskildingur ....... og, það er ekkert sem getur stöðvað þig í að ná takmarkinu!
Ég set augnskugga á augnlokin og vel fallegan ljósgrán lit, liturinn gerir grænu augun dýpri og ýta undir tón er umlykur írisi augna minna. Þar næst klíp ég í kinnarnar á mér og þakka fyrir að vera á staðnum, vera til í raunveruleik sem kallast draumur.
Olíumálverk málað fyrir mörgum árum, það var gaman að gera þessa mynd undir handleiðslu Heklu listakonu . Ég gerði nokkrar myndir sem ég sýni ykkur þegar draumarnir ná þeim lit sem ætlast er til. Ég málaði þessa mynd eingöngu með spaða og rifjast það upp hér og nú að ég þarf að grípa í spaðann minn fljótlega.
Svo af því ég er svo mikill snillingur þá set ég inn mynd sem var gerð fyrir illo en það var voða gaman og myndin nokkuð óvenjuleg! Nokkuð hvetjandi að taka þátt en eftir langan tíma verður viðfangsefnið stundum einhæft ........
Ég fann hvergi fælaða hjá mér myndina sem mig langaði að birta en það er kanski bara betra.
Með heiminn að fótum sér er hvetjandi hugsun fyrir hvern dag þar sem allir dagar eru stútfullir af ævintýrum. Við erum ekki strengjabrúður við stjórnum sjálf! Ég lifi af hjartans list og vona svo sannarlega að útkoman verði mér í hag hvernig svo sem hlutirnir verða!
Sibbilius kallar og augnlokin þyngjast .... best að fara að þrífa af sér augnskuggann og framkvæma létt nudd með fingurgómum.
Góða Nótt elskurnar mínar!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ólafur fannberg, 2.5.2007 kl. 22:44
Góða nótt ástin.Myndirnar þínar eru æði.Ég ætla að vera Konan við hafið...
Solla Guðjóns, 2.5.2007 kl. 23:30
Góða nótt bloggvinkona og dreymi þig vel.
Svava frá Strandbergi , 3.5.2007 kl. 01:29
Buenas noches
Lilja Haralds (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 04:23
Vonandi svafstu vel vinkona þarna hinu megin við hafið. Mig dreymdi að ég þurfti að fnna leið en enginn vildi fylgja mér þangað svo ég fór ein og áttaði mig á í hvaða átt skyldi haldið. Svo skemmtilegt að mála..gera myndir með spaða..koddaver og hendur nýtast líka vel. Augnskugga þarf ég að læra að nota líka..ljósgrár segirðu fyrir græn augu??? Mín eru einmitt mosagræn og gullin.
Góðan dag!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.5.2007 kl. 07:08
Góða daginn Zordis min flottar myndir hjá þér vonandi hefur þú sofið vel.
Kristín Katla Árnadóttir, 3.5.2007 kl. 10:07
Konan við hafið - mín uppáhaldsmynd. Langt síðan ég hef séð hana.
PenslabÚst til þín - hvenær verður sýningin? Ég hlakka til.
KnÚsur og smúSur
Lisa (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 11:49
knús
Margrét M, 3.5.2007 kl. 16:23
Falleg mynd, Zordis. Hlakka til að fá að sjá meira frá þér.
Hugarfluga, 3.5.2007 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.