3.5.2007 | 21:02
Sameinumst í bæn ....
Ég hef margsinnis hugleitt bænir og það að biðja fyrir fólki. Ég hef beðið fyrir fólki, sent því ljósið eina og hlýjar hugsanir. Allt er þetta sama aðgerðin með þeim hætti sem okkur felst best.
Á himnum búa þúsundir englar er gæta að þeim eina hamingjustað sem okkur mönnunum er ætlað. Það eru trilljon englar sem ganga um á meðal okkar, pota í okkur, kippa okkur til hliðar eða lyfta okkur upp þegar við þurfum á að halda. Englar eru út um allt, hjá okkur, í okkur og með okkur öllum stundum í lífi okkar. Englar er sá hluti er tengir okkur við hið æðra og binda okkur á jörð.

Yndislegir englar allt um kring
Við kjósum að trúa, við kjósum að sjá, við kjósum okkur stað burt séð frá aðstæðum og líðan. Það eru takmörk hvað við getum þolað enda manneskjur sem þurfum hjálp og hug þeirra sem okkur eru kær.
Manneskjan er máttlaus og lítil megnug þegar hún stendur ein en saman getum við knúið orku okkar í heilagri bæn fyrir Guðmund okkar Búdda.
Þjáning hans er eitthvað sem ég skynja ekki, eitthvað sem engin þekkir nema hann og hans aðstandendur. Guðmundur er ljúfur karl og ég ætla að senda honum ljós þegar ég ræði við englana mína í kvöld. Ljósið velur Guðmundur sjálfur þegar hann birtist mér í lítill bæn um kærleik og ást.
Láttu þér batna í sjálfum þér
http:/gjonsson.blog.is

Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Takk þórdís mín fyrir hugsunina á bakvið þessi falllegu orð.Við biðjum fyrir Guðmundi nú sem endranær og að sameinast í bæn trúi ég að sé öflugt ljós.
Solla Guðjóns, 3.5.2007 kl. 21:28
Aðeins engill setur fram svona bæn...veri englar allltum kring hjá þér og þeim sem þú biður fyrir engladísin mín.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.5.2007 kl. 22:18
Ólafur fannberg, 3.5.2007 kl. 22:24
Svava frá Strandbergi , 4.5.2007 kl. 00:08
kærleikskveðja
Margrét M, 4.5.2007 kl. 09:41
'eg bað fyrir honum áður en ég fór að sofa þetta er fallega sagt Zordís mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 4.5.2007 kl. 11:24
Ég hef trú á að í sameiningu náist réttlæti í okkar svokallaða velferðarsamfélagi - kraftur í kærleika og samstöðu.
KnÚs til þín Þórdísin mín
Lisa (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 14:51
Fallega sagt, Zordís. Ég trúi og finn fyrir englum alls staðar.
Hugarfluga, 4.5.2007 kl. 17:03
bara Maja..., 4.5.2007 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.