Kvik Yndi ..... Wild Cats og Heimsókn hins heilaga ......

Gráðugu kvikyndin eru farin að láta til sín taka ......  Sonur minn vaknaði upp í gærmorgun með 4 bit, hvert öðru ljótara.  Litli engillinn minn er viðkvæmari fyrir og bólgnar upp og þessi fylgir mikill kláði.

Það var allt sett í gang í gær og sértilgerð ilmtæki sett í samband til að svæla viðbjóðinn út, moskítóin eru komin á kreik, leiðindamál bara!  Woundering

Meira blóð Það þýðir víst lítið að kvarta yfir þessum kvimleiða fjanda heldur fyrirbyggja að viðkomandi komist inn.  Þessar dúllur lauma sér inn yfir daginn og halda sig rólegar og liggja svo fyrir bráð sinni þegar hún leggst til hvílu eða þegar setið er úti að kvöldi.  Lítil vampýra er rétta orðið yfir varginn!  Eitt sinn sáum við eina sem var svo full af blóði að hún hélt sér varla á lofti, græðgin var svo mikil.  Sú hafði margstungið drenginn okkar á sama stað þannig að hann bólgnaði ógurlega!  Tími fyrir aðgerðir er greinilega kominn og hér verður allt sett á fullt ALERT.  

Þakka bara fyrir að leðurblökur séu ekki á sveimi eða snákar eða krókódílar eða tígrisdýr eða ísbirnir (je right) Gæti verið verra er kanski málið hjá mér!

GLEÐITÍÐINDI

Það fæddust 3 oggulitlar kisur í sveitinni og sá ég dúllurnar nýfæddar og móðirin Tigrilla (borið fram tigríja) hugsaði vel um þá, breiddi loppuna yfir þá til að vernda.  Nýbökuð móðirin var hálftitrandi og hægt var að lesa úr augum hennar að eitthvað merkilegt og yndislegt hafði gerst!  Skemmtileg kisa þótt ég eigi erfitt með að bindast persónulegum böndum e. að Siló minn fékk vængina sína.

 

Blómin gleðja
 
Síló gaf margar glaðar stundir og í raun mætti setja minningarnar í litla prakkarapokketbók.  
 
Siló fór t.d. á veitingarhús með mér og pantaði sér flatfisk og mjólkurskál
 
Síló fór í hagkaupspoka með mér í kringluna
 
Síló var ekki tuskudýr í trabbanum gamla, heldur læf wild cat
 
Síló sat á öxlinni á mér á meðan við elduðum ....
 
Og svo mætti lengi telja
 
 Gaman Saman
 
Heart

 

Litlu villtu kettirnir mínir eru Íris Hadda og Enrique.  Við skemmtum okkur vel í andlitsmáluninni enda alltaf gaman að gera sniðuga hluti saman.

Þau nutu sín virkilega og við smelltum af nokkrum myndum til sælla minninga.  Ég tók þátt í þema fyrir "wild cats" og datt í hug að mála börnin mín í stað þess að kisulúrast á striga.

Ef einhverjum langar í kisu þá veit ég um þrjár oggulitar rúsur sem leita að heimili.  Geri mér  hins vegar grein fyrir að það þarf að auglýsa eftir kærleiksríkum eiganda í útlöndum!

Það er eitthvað svo mikið stuð í mér núna, sólin gægjist inn undir orange litaðar gardínurnar svo stofan mín er upplýst af sjálfum himnaherranum.  Koddu inn mikli andi, tylltu þér hjá mér og leifðu mér að hjúfra mig upp að þér .......  Eftir svona faðmlag verður dagurinn alveg eins og e. pöntun!

Ætla að mála smá og lifa daginn í gleði 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

bara eitra fyrir þeim...

Ólafur fannberg, 5.5.2007 kl. 09:43

2 identicon

Svo er ég kvartandi yfir geitungum og býflugum hérna heima... mikið svakalega er ég feginn að vera ekki með moskítóflugur hérna heima, þrátt fyrir að vera dálítill aðdáandi vampíra ... en ræturnar á þeim áhuga eiga sér lengri skýringar. Ég sendi ykkur stuðningskveðjur gegn moskítóflugum og skal skrá mig í einhvern svona antí-moskító her ef hann verður stofnaður!

Yndisleg myndin af krökkunum samt og spurning vaknar: ætti ég að láta mála mig og fara svoleiðis í vinnuna í dag og vera með túrinn þannig??

Knús frá Akureyri!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 09:47

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

dásamleg lesning, gott að lesa þig aftur.þessar blessuðu blóðflugur hafa hrjáð mig mikið, en núna er eins og þær ráðist ekki á mig , en Sól dóttur mína, kannski finnst þeim ungt blóð gott. falleg börn  á myndunum !

Ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.5.2007 kl. 10:42

4 identicon

Úff ... grey litli Enrique.

Flott mynd af krökkunum

Lisa (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 11:00

5 identicon

Ohhh ég og flugur erum ekki eitt.  Þoli einmitt ekki býflugur og geitunga svo ég er mjööög fegin meðan moskito lætur ekki sjá sig hér!
Sá einmitt eina feita búbbulínu í gær, sko býflugu... *hrollur*

Flott málverk á börnunum, æ, svo gaman að dúllast svona.

Eigðu góðan dag í sólinni....mmmm sól... dreymi dreym

Srósin (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 12:00

6 identicon

Ohhh ég og flugur erum ekki eitt.  Þoli einmitt ekki býflugur og geitunga svo ég er mjööög fegin meðan moskito lætur ekki sjá sig hér!
Sá einmitt eina feita búbbulínu í gær, sko býflugu... *hrollur*

Flott málverk á börnunum, æ, svo gaman að dúllast svona.

Eigðu góðan dag í sólinni....mmmm sól... dreymi dreym

Srósin (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 12:01

7 Smámynd: Hugarfluga

Oooh geggjuð andlitsmálning. Það held ég að minn litli 6 ára yrði upprifinn að fá svona á fésið sitt. Knús til þín úr sólarleysinu utandyra, en þeim mun meiri innvortis

Hugarfluga, 5.5.2007 kl. 12:57

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Úff það er alveg eins gott að þær lifa ekki hérna á Íslandi. Fallegar myndir af börnunum.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.5.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband