Ein kona, ógnarvein í hjarta kvein ....

Rosa geim og aftur heim!

Nei svona í alvöru talað þá fékk ég seiðing fyrir höfuðið og líður eins og John Travolta í englamyndinni (NOT) Kanski langar mig bara að vera eins og John (RIGHT) eða eins og Olivia Newton, kanski frekar ef ég ætti að þurfa að koma mér í spor þeirra!

Talandi um leikara sem var ekki ætlunarverk mitt og ég sem hef ekkert vit á leikurum né neinu tengt sjónvarpi, kann varla að kveikja á þvi Grin  En í alvöru talað fékk svona skrítið í hausinn, var að vaska upp eins og vænni eiginkonu sæmir og var að hugsa um rauðan lit!  Allavega þá finst mér leikarinn Nicolas Cage ógisslega flottur!  Já, kanski finnst mér hann flottastur af því ég man nafnið á honum InLove

Æj, ég er búin að gleyma um hvað mig langaði að segja ykkur ......................  Það eru svo daprar fréttir í spænska sjónvarpinu, heimilisofbeldi og neikvæðni.

See no evil hear no evil say no evil Ég á ekki til orð yfir þegar gamalt fólk sem hefur elskað alla sína ævi hreinlega drepur maka sinn, eða þegar ungur maður deyðir konu sína á ljótan máta af því hún er hætt að elska hann.  Margt sem er ljótt í þessum heimi og við getum ekkert aðhafst, við sem elskum frið og fegurð jarðarinnar.  Barátta sem þarf að innleiða í æsku, kærleikur og ást sem við fáum mismikið af.  Endalaus baráttu um hið góða og hið ílla .......

Ég bið af hreinleika að ljótleikinn nái ekki að snerta mannfólkið okkar að kærleikurinn verði það afl sem veitir okkur öllum jafnvægið eina.

Í dag er mánudagur, nánast á enda!  Uppáhalds dagarnir mínir eru mánudagar, líka þriðjudagar og svo finst mér miðvikudagar fínir líka.  Svo er það fimmtudagurinn "Jueves" þá fer Elín í dans og föstudagarnir eru alltaf tilefni tilhlökkunar því framundan fáum við helgarfrí sem við getum notað með fjölskyldum okkar, eða með okkur sjálfum, eða stundað áhugamál sem eru mismunandi .......

Jæja elskurnar mínar, klysja sem átti að fjalla um eitthvað allt annað en ég bara ranka við mér núna og akkúrat núna.  Vona bara að við getum sýnt hvort öðru virðingu, gleði og hreinleika.  Lífið er svo stutt að það er meira virði að gera góða hluti, skemmtilega næs hluti og stundum erfiða góða hluti og jafnvel hluti sem okkur þykja leiðinlegir sem þarf að klára!  Jamm lífið er lotterý og lukkupotturinn er í eldhúsinu þínu.

Uppskrift hamingjunnar er þín eigin, það góða sem þú setur í púkkið verður þín eilífðar gleði og dá.

Áður en þið fáið nóg af bakaumri konunni þó ekki með þursagrip eða tröllkonu tak þá óska ég ykkur  eilífra ásta í nótt.  Funa sem aldrei slokknar og að upplifa endurgoldna ást allar nætur!  Spellið er farið út í heim, taktu það til þín því þú finnur mun!

Segja .....   Ég elska .... ÉG ELSKA ...... Ég er elskuð ..... Verð ávallt Elskuð ....  Heart

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Var einmitt að ljúka við að þvo lukkupottinn minn og eldhúsið oilmar af sápu svo skínandi hreint...ég skrúbbaði pot eins og væri hann heimur minn. Vildi hafa allt hreint og fágað. Líka í fréttunum og hjá öllum hinum. Helst hjartað og hugann. Tek við spellinu og set það í krús sem geymir opinberu leyndarmálin. Að gott gerir gott.

Night night

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.5.2007 kl. 20:55

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Smile, even though you´re crying, smile............. o.s.frv. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.5.2007 kl. 21:14

3 Smámynd: Elín Björk

Æ kan fíl it  
Ég er með í bowling og skauta og mála og allt hitt, bara gaman
Knús og góða nótt sætust!

Elín Björk, 7.5.2007 kl. 23:36

4 identicon

KnÚs

Lisa (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 23:59

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta er bloggið sem hitti mig algerlega.Takk ástin.

Solla Guðjóns, 8.5.2007 kl. 03:12

6 Smámynd: Margrét M

ávalt vel skrifað

Margrét M, 8.5.2007 kl. 10:51

7 identicon

Já, mikill er ljótleikinn í heiminum. 
En eitt sólskinsbros gerir mikið og þín skrif nær ávalt að finna brosið. 

Vonandi verður þriðjudagurinn góður!

Srósin (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband