Rússneskt Gaffalkyn ....

Eitt sinn fyrir 13 árum síðan var ég á göngu við Geirsnef sem er varla í frásögur færandi!  Stolltur hundaeigandi tilbúin að hitta aðra stollta eigendur W00t  Viti menn, ég spjallaði við mjög svo stolltan eiganda Doberman hunds og horfði hún á Tinnu Björg yndisfríðu tíkina mína .... væn sveitablanda af allskyns spermahristing mismunandi tígullegra hunda.  

Hún "Af hvaða kyni er Woundering ......

Ég .... Eðal Rússneskt Gaffalkyn!!!  Whistling

Hún " Ha, já er það, en sæt"

Ég ..... Já gaffalkynið er sérlega dælt og gott

Samtal endaði og konan fór furðu lostin í burtu, aldrei heyrt um þetta rússneska  gaffalkyn.

 Heart

Sem elskandi hundeigandi tók ég eftir smá snobbi og greinilega eru þrep virðingar sem klífa þarf í þessu sem öðru sem fólk tekur sér fyrir hendur!

Tinna Björg var mjög duglegur hundur, reyndi að sleppa sér lausri alla daga, var mjög slungin og svo passaði hún vel upp á landreitinn okkar sem var hálfur Kópavogur LoL

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

um að gera að gera grín af snobbi hehehe

Ólafur fannberg, 9.5.2007 kl. 14:22

2 Smámynd: Margrét M

gaffalkyn he he he snilld

Margrét M, 9.5.2007 kl. 14:28

3 Smámynd: Vatnsberi Margrét

 snilld  og ekta þú

Vatnsberi Margrét, 9.5.2007 kl. 17:26

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábært ! ég þekki þetta ansi vel HUNDATEGUNDA snobb.  Iðunn mín er hvítur scheffer,er alveg frábær, en það hafa komið þissir ýmsustu kvillar hjá henni, og svo var hún mjög erfið að ala upp.

en Lappi, er blanda og hann er hundur, kannski ekki eins vitur og Iðunn, en hann vill allt fyrir okkur gera og það hrjáir hann ekki neitt.

hundur er hundur, og það er ekki tegundin sem er aðalatriðið, heldur innra, eins og með manneskjuna, það er ekki það ytra sem er málið, heldur það innra.

ljós til þín mín kæra

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.5.2007 kl. 17:31

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Snobb er viðleitni til að stoppa í meðvituð sálargöt....... í raun væði sorglegt og spaugilegt...

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.5.2007 kl. 22:12

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

... átti að vera bæði....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.5.2007 kl. 22:12

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Frábær saga hjá þér zordís, rússneskt gaffal kyn! 

Ég hef átt þrjá hunda. Einn var Fox terrier tík en hinir tveir blandaðir skosk íslenskir hundar. Mér fannst þessir tveir blönduðu bæði fallegri og skemmtilegri án þess þó að vera á móti hreinræktuðum hundum.

Á núna tvo ketti annar er Tító sem er níu ára eðal köttur, hámark glæsileikans af balinese kyni. Á Íslandi er búið að eyðileggja þetta kyn með innræktun enda er Tító búinn að vera veikur allt sitt líf. Þetta er hættan við hreinræktun.

Gosi graðnagli, hinn kötturinn minn er blandaður, faðirinn abbyssiníu köttur en móðirin húsköttur. Gosi er stálheilbrigður og stæltur og æðislega blíður og vel gefinn.

Svava frá Strandbergi , 10.5.2007 kl. 00:07

8 identicon

Hahaha, góð!

Annars þegar Bangsi karlinn var á lífi voru ófáir sem sögðust bara vilja hund af Bangsakyni... sem var náttúrulega eðalblendingur ;)

Held að karakterinn í dýrinu spili mun mikilvægari rullu.

Eigðu góðan dag.

Srósin (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 08:52

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

'Ég átti elsku Tótu mína sem dó rétt fyrir jól en snobb þoli ég ekki en góð saga Zordís mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.5.2007 kl. 09:54

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Bara þér hefði dottið þetta í hug prkkarinn þinn

Solla Guðjóns, 10.5.2007 kl. 11:05

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Knús dúlls

Solla Guðjóns, 11.5.2007 kl. 01:42

12 identicon

KlessuknÚs

Lisa (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband